FIFA íhugar að leyfa deildarleiki í öðrum löndum Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2024 15:29 Gianni Infantino hefur verið nýjungagjarn í starfi sínu sem forseti FIFA. Stephen McCarthy - FIFA / FIFA via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA mun skipa stýrihóp til að rannsaka helstu kosti og galla þess að spila deildarleiki erlendis. Relevant Sports, skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum, er talinn mikill áhrifavaldur á ákvarðanatöku sambandsins. Hugmyndin hefur lengi verið á lofti að leika deildarleiki á erlendri grundu. Enska úrvalsdeildin, undir forystu Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Spænska úrvalsdeildin ætlaði líka að reyna fyrir sér á erlendri grundu árið 2019, þegar leikur Barcelona og Girona átti að fara fram í Miami. Síðan þá hafa úrslitaleikir spænska ofurbikarsins farið fram í Sádi-Arabíu, en sú ákvörðun er til rannsóknar í sambandi við víðamikið mútu- og spillingarmál. FIFA hefur alla tíð sett sig upp á móti hugmyndinni og sagt þetta skapa ósamræmi í tekjuöflun meðal félaga í sömu deild. Bandaríkin líklegur áfangastaður Fréttirnar koma í kjölfar þess að mál Relevant Sports gegn FIFA, vegna Barcelona leiksins sem átti að fara fram í Miami, var fellt niður í síðasta mánuði. Relevant Sports er skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir því að knattspyrnuleikir fari fram þarlendis. Fyrirtækið setti á fót í fyrra International Champions Cup í fyrra, vináttumóts á vesturströnd Bandaríkja sem mörg stórlið Evrópu tóku þátt í. Þá höfðu þeir áður reynt að halda deildarleik í úrvalsdeild Ekvador innan Bandaríkjanna, en FIFA bannaði þeim það. Nú hefur FIFA ákveðið að opna hug sinn og skipað sérstakan stýrihóp til að rannsaka framkvæmd hugmyndarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur margar hliðar og FIFA sagði öll sjónarmið verða tekin til greina áður en ákvörðun er tekin. Þá verður litið sérstaklega til viðhorfa aðdáenda og hvernig möguleikum til ferðalags á leikinn verður háttað fyrir aðdáendur heimaliðs. FIFA Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Hugmyndin hefur lengi verið á lofti að leika deildarleiki á erlendri grundu. Enska úrvalsdeildin, undir forystu Richard Scudamore, reyndi ítrekað á árunum 2008–14 að hrinda í framkvæmd 39. leik tímabilsins, sem hefði farið fram samtímis í fimm mismunandi stórborgum utan Bretlands. Spænska úrvalsdeildin ætlaði líka að reyna fyrir sér á erlendri grundu árið 2019, þegar leikur Barcelona og Girona átti að fara fram í Miami. Síðan þá hafa úrslitaleikir spænska ofurbikarsins farið fram í Sádi-Arabíu, en sú ákvörðun er til rannsóknar í sambandi við víðamikið mútu- og spillingarmál. FIFA hefur alla tíð sett sig upp á móti hugmyndinni og sagt þetta skapa ósamræmi í tekjuöflun meðal félaga í sömu deild. Bandaríkin líklegur áfangastaður Fréttirnar koma í kjölfar þess að mál Relevant Sports gegn FIFA, vegna Barcelona leiksins sem átti að fara fram í Miami, var fellt niður í síðasta mánuði. Relevant Sports er skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir því að knattspyrnuleikir fari fram þarlendis. Fyrirtækið setti á fót í fyrra International Champions Cup í fyrra, vináttumóts á vesturströnd Bandaríkja sem mörg stórlið Evrópu tóku þátt í. Þá höfðu þeir áður reynt að halda deildarleik í úrvalsdeild Ekvador innan Bandaríkjanna, en FIFA bannaði þeim það. Nú hefur FIFA ákveðið að opna hug sinn og skipað sérstakan stýrihóp til að rannsaka framkvæmd hugmyndarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur margar hliðar og FIFA sagði öll sjónarmið verða tekin til greina áður en ákvörðun er tekin. Þá verður litið sérstaklega til viðhorfa aðdáenda og hvernig möguleikum til ferðalags á leikinn verður háttað fyrir aðdáendur heimaliðs.
FIFA Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira