Húsnæðisleit í ráðhúsi og tveir reknir í tengslum við spillingarmálið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 21:00 Myndefni frá leit í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins í gær. Í dag leitaði lögreglan í ráðhúsinu í Andalúsíu. Angel Martinez/Getty Images Spænska knattspyrnusambandið rak tvo háttsetta aðila og lögreglan á Spáni gerði frekari húsnæðisleitir í dag. Allt er þetta viðbragð við rannsókn á víðamiklu mútu- og spillingarmáli í stjórnartíð Luis Rubiales. Líkt og Vísir greindi frá í gær var lögregluleit framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins og fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum í gær, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Tveimur sagt upp og formaður fékk ekki kjör Í dag var Pedro Gonzalez Segura, yfirlögfræðingi, og Jose Javier Jimenez, mannauðsstjóra spænska knattspyrnusambandsins vikið úr starfi. Bráðabirgðaformaðurinn Pedro Rocha, sem tók við eftir að Luis Rubiales braut af sér kynferðislega og lét af störfum, ætlaði að sækjast eftir kjöri til formanns á fundi sambandsins í gær. Búið var að kalla stjórnina til atvkæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn. Spillingin teygir sig víða Greint var frá því í gær að málið snerist um úrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem var færður til Sádi-Arabíu. Í dag greinir Reuters frá því að málið teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Farið var í framkvæmdir á leikvanginum stuttu eftir að Luis Rubiales tók við árið 2018. Þá gekk hann frá fjölda samninga við sjálfstjórnarríkisstjórnina í Andalúsíu. Þess efnis, meðal annars, að úrslitaleikur Copa del Rey og heimaleikir spænsku landsliðanna færu fram á nýendurbætta La Cartuja leikvanginum. Samkvæmt heimasíðu ríkisstjórnarinnar hefur hún greitt spænska knattspyrnusambandinu rúmlega átta milljónir evra síðan 2020 fyrir þeirra hlut í kostnaði við framkvæmdir. Húsnæðisleit í ráðhúsinu og Rubiales fór í frí Lögreglan framkvæmdi húsnæðisleit í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla, Andalúsíu í dag. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa stigið fram og segja hana samvinnufúsa í rannsókninni. Luis Rubiales er ekki eins samvinnufús, hann hefur vissulega neitað sök í málinu en til öryggis fluttist hann tímabundið til Dóminíska lýðveldisins, sem framselur flóttamönnum og föngum ekki til Spánar. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær var lögregluleit framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins og fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum í gær, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Tveimur sagt upp og formaður fékk ekki kjör Í dag var Pedro Gonzalez Segura, yfirlögfræðingi, og Jose Javier Jimenez, mannauðsstjóra spænska knattspyrnusambandsins vikið úr starfi. Bráðabirgðaformaðurinn Pedro Rocha, sem tók við eftir að Luis Rubiales braut af sér kynferðislega og lét af störfum, ætlaði að sækjast eftir kjöri til formanns á fundi sambandsins í gær. Búið var að kalla stjórnina til atvkæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn. Spillingin teygir sig víða Greint var frá því í gær að málið snerist um úrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem var færður til Sádi-Arabíu. Í dag greinir Reuters frá því að málið teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Farið var í framkvæmdir á leikvanginum stuttu eftir að Luis Rubiales tók við árið 2018. Þá gekk hann frá fjölda samninga við sjálfstjórnarríkisstjórnina í Andalúsíu. Þess efnis, meðal annars, að úrslitaleikur Copa del Rey og heimaleikir spænsku landsliðanna færu fram á nýendurbætta La Cartuja leikvanginum. Samkvæmt heimasíðu ríkisstjórnarinnar hefur hún greitt spænska knattspyrnusambandinu rúmlega átta milljónir evra síðan 2020 fyrir þeirra hlut í kostnaði við framkvæmdir. Húsnæðisleit í ráðhúsinu og Rubiales fór í frí Lögreglan framkvæmdi húsnæðisleit í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla, Andalúsíu í dag. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa stigið fram og segja hana samvinnufúsa í rannsókninni. Luis Rubiales er ekki eins samvinnufús, hann hefur vissulega neitað sök í málinu en til öryggis fluttist hann tímabundið til Dóminíska lýðveldisins, sem framselur flóttamönnum og föngum ekki til Spánar.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira