Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2024 12:06 Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Vísir/EPA Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. Ozempic er í grunninn sykursýkilyf en hefur í auknum mæli verið notað til að stuðla að þyngdartapi. Samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun hefur sala á Ozempic, sem og megrunarlyfinu Saxenda, aukist gríðarlega síðustu ár. Tölur yfir seldar pakkningar af Ozempic ná aftur til febrúar 2019; það ár seldust 2816 pakkningar af Ozempic, eða um 256 á mánuði. Í fyrra seldust um 71.699 pakkningar, eða tæplega 6000 á mánuði, og sala því rúmlega tuttugufaldast. Svipaða sögu er að segja af Saxenda; árið 2018 seldust 427 pakkningar en í fyrra voru þær 23.126. Rúna Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir þessa þróun sambærilega við þá sem orðið hefur erlendis. Lyfjastofnun heldur ekki utan um fjölda þeirra sem eru á Ozempic en Rúna telur ljóst að þeim hafi fjölgað. „Síðast þegar við skoðuðum þetta voru um 8000 sjúklingar á þessu. Við höldum að þeir séu komnir upp í einhver 10.000, allavega. Þetta er aukning alls staðar. Það er mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og úrlausnum hvað varðar þyngdarstjórnun og líka sykursýki týpu 2.“ Er þetta eðlilegt, að svona sprenging verði í notkun á svona lyfi? „Það má alltaf spyrja sig að því. Þessum lyfjum er náttúrulega ávísað af læknum og þeir telja að þeirra sé þörf. Eins og við segjum þá er eftirpsurn, það hefur verið mikil þyngdaraukning.“ Greint var frá því í gær að Ozempic og Wegovy, annað megrunarlyf, virðast draga verulega úr líkum á hjartaáfalli, samkvæmt nýrri rannsókn. Rúna segir ekki tímabært að draga nokkra ályktun af þeirri rannsókn. Þá eigi enn þá ýmislegt eftir að koma í ljós varðandi hina auknu notkun á lyfjunum. „Oft kemur líka til viðbótar jákvætt, en líka neikvætt. Það er alltaf þessi ábati og áhætta að nota lyf. Og það kemur mest í ljós þegar mjög margir fara að nota þau, þá skýrast þessar línur,“ segir Rúna. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45 Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Ozempic er í grunninn sykursýkilyf en hefur í auknum mæli verið notað til að stuðla að þyngdartapi. Samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun hefur sala á Ozempic, sem og megrunarlyfinu Saxenda, aukist gríðarlega síðustu ár. Tölur yfir seldar pakkningar af Ozempic ná aftur til febrúar 2019; það ár seldust 2816 pakkningar af Ozempic, eða um 256 á mánuði. Í fyrra seldust um 71.699 pakkningar, eða tæplega 6000 á mánuði, og sala því rúmlega tuttugufaldast. Svipaða sögu er að segja af Saxenda; árið 2018 seldust 427 pakkningar en í fyrra voru þær 23.126. Rúna Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir þessa þróun sambærilega við þá sem orðið hefur erlendis. Lyfjastofnun heldur ekki utan um fjölda þeirra sem eru á Ozempic en Rúna telur ljóst að þeim hafi fjölgað. „Síðast þegar við skoðuðum þetta voru um 8000 sjúklingar á þessu. Við höldum að þeir séu komnir upp í einhver 10.000, allavega. Þetta er aukning alls staðar. Það er mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og úrlausnum hvað varðar þyngdarstjórnun og líka sykursýki týpu 2.“ Er þetta eðlilegt, að svona sprenging verði í notkun á svona lyfi? „Það má alltaf spyrja sig að því. Þessum lyfjum er náttúrulega ávísað af læknum og þeir telja að þeirra sé þörf. Eins og við segjum þá er eftirpsurn, það hefur verið mikil þyngdaraukning.“ Greint var frá því í gær að Ozempic og Wegovy, annað megrunarlyf, virðast draga verulega úr líkum á hjartaáfalli, samkvæmt nýrri rannsókn. Rúna segir ekki tímabært að draga nokkra ályktun af þeirri rannsókn. Þá eigi enn þá ýmislegt eftir að koma í ljós varðandi hina auknu notkun á lyfjunum. „Oft kemur líka til viðbótar jákvætt, en líka neikvætt. Það er alltaf þessi ábati og áhætta að nota lyf. Og það kemur mest í ljós þegar mjög margir fara að nota þau, þá skýrast þessar línur,“ segir Rúna.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45 Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22
„Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45
Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08