Munu lappa upp á vatnspóstinn í Aðalstræti Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2024 07:53 Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu um að vatnspósturinn yrði endurgerður. Það hefur fengist samþykkt og er boltinn nú hjá Borgarsögusafni. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í síðustu viku, en það var Stefán Pálsson, fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, sem lagði fram upphaflegu tillöguna. Borgarstarfsmenn söguðu handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu.Vísir/Vilhelm Má muna fífil sinn fegurri Í breytingartillögu fulltrúa meirihlutans segir að Borgarsögusafni verði falið að leiða vinnuna sem feli í sér að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun. Ennfremur segir í bókun fulltrúa meirihlutans að vatnspósturinn í Aðalstræti sé skemmtilegt tákn um horfna lifnaðarhætti í borginni sem sæki aðdráttarafl sitt ekki síst í nálægð við náttúruöflin, hreint vatn, náttúruböð og upphitaðar almenningssundlaugar. „Vatnspósturinn má muna sinn fífil fegurri og er hér samþykkt að hefja undirbúning að endurgerð hans með gerð kostnaðaráætlunar og í kjölfarið tillögu að framkvæmdaáætlun,“ segir í bókuninni. Svona hefur ástandið á plasthleranum verið um margra ára skeið.Vísir/Vilhelm Setti skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin Í upprunalegri tillögu Stefáns, sem er sagnfræðingur að mennt, segir að í ár séu 180 ár liðin frá því að þá eina starfandi prentsmiðja landsins hafi verið flutt úr Viðey og til Reykjavíkur í tengslum við endurreisn Alþingis. „Landsprentsmiðjan, sem svo nefndist, var starfrækt í Aðalstræti næstu áratugina. Í tengslum við prentsmiðjuna þurfti að stækka aðalvatnsból Kvosarinnar og var setur á það vatnspóstur, sem almennt var kallaður „Prentsmiðjupósturinn“. Höfðu Reykvíkingar lengi fyrir satt að brunnur landnámsmannsins Ingólfs hefði verið á þessum sama stað, þótt um það verði ekkert vitað með vissu. Tími kominn á að endurgera vatnspóstinn.Vísir/Vilhelm Fyrir nokkrum áratugum var gamli Prentsmiðjubrunnurinn grafinn út að nýju, á hann settur gegnsær plasthleri, lýsing útbúin í brunninum og komið upp vatnspósti með handdælu í nítjándu aldar stíl. Setti vatnspósturinn skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin. Óhætt er að segja að brunnurinn og vatnspósturinn hafi mjög látið á sjá í seinni tíð. Lýsingin hefur að mestu eða öllu leyti geispað golunni, plasthlerinn er svo máður að erfitt er að horfa í gegnum hann, auk þess sem móða situr sífellt á innanverðum hleranum. Vatnspósturinn sjálfur er gauðryðgaður og skellóttur. Þá munu óþarflega vaskir borgarstarfsmenn hafa sagað handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu. Löngu er orðið tímabært að þessar skemmtilegu söguminjar fái andlitslyftingu,“ sagði í greinargerð Stefáns með tillögunni um að endurgera vatnspóstinn. Vatnspósturinn í Aðalstræti.Vísir/Vilhelm Reykjavík Borgarstjórn Menning Vatn Styttur og útilistaverk Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í síðustu viku, en það var Stefán Pálsson, fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, sem lagði fram upphaflegu tillöguna. Borgarstarfsmenn söguðu handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu.Vísir/Vilhelm Má muna fífil sinn fegurri Í breytingartillögu fulltrúa meirihlutans segir að Borgarsögusafni verði falið að leiða vinnuna sem feli í sér að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun. Ennfremur segir í bókun fulltrúa meirihlutans að vatnspósturinn í Aðalstræti sé skemmtilegt tákn um horfna lifnaðarhætti í borginni sem sæki aðdráttarafl sitt ekki síst í nálægð við náttúruöflin, hreint vatn, náttúruböð og upphitaðar almenningssundlaugar. „Vatnspósturinn má muna sinn fífil fegurri og er hér samþykkt að hefja undirbúning að endurgerð hans með gerð kostnaðaráætlunar og í kjölfarið tillögu að framkvæmdaáætlun,“ segir í bókuninni. Svona hefur ástandið á plasthleranum verið um margra ára skeið.Vísir/Vilhelm Setti skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin Í upprunalegri tillögu Stefáns, sem er sagnfræðingur að mennt, segir að í ár séu 180 ár liðin frá því að þá eina starfandi prentsmiðja landsins hafi verið flutt úr Viðey og til Reykjavíkur í tengslum við endurreisn Alþingis. „Landsprentsmiðjan, sem svo nefndist, var starfrækt í Aðalstræti næstu áratugina. Í tengslum við prentsmiðjuna þurfti að stækka aðalvatnsból Kvosarinnar og var setur á það vatnspóstur, sem almennt var kallaður „Prentsmiðjupósturinn“. Höfðu Reykvíkingar lengi fyrir satt að brunnur landnámsmannsins Ingólfs hefði verið á þessum sama stað, þótt um það verði ekkert vitað með vissu. Tími kominn á að endurgera vatnspóstinn.Vísir/Vilhelm Fyrir nokkrum áratugum var gamli Prentsmiðjubrunnurinn grafinn út að nýju, á hann settur gegnsær plasthleri, lýsing útbúin í brunninum og komið upp vatnspósti með handdælu í nítjándu aldar stíl. Setti vatnspósturinn skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin. Óhætt er að segja að brunnurinn og vatnspósturinn hafi mjög látið á sjá í seinni tíð. Lýsingin hefur að mestu eða öllu leyti geispað golunni, plasthlerinn er svo máður að erfitt er að horfa í gegnum hann, auk þess sem móða situr sífellt á innanverðum hleranum. Vatnspósturinn sjálfur er gauðryðgaður og skellóttur. Þá munu óþarflega vaskir borgarstarfsmenn hafa sagað handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu. Löngu er orðið tímabært að þessar skemmtilegu söguminjar fái andlitslyftingu,“ sagði í greinargerð Stefáns með tillögunni um að endurgera vatnspóstinn. Vatnspósturinn í Aðalstræti.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Borgarstjórn Menning Vatn Styttur og útilistaverk Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira