„Förum glaðir úr Lautinni“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:53 Halldór Árnason er þjálfari Breiðabliks Vísir/Pawel Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Leikurinn var undarlegur fyrir margar sakir þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik en Blikar náðu þessum þremur mörkum. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“ Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigurinn eftir leik. „Það er auðvitað gott að koma hingað og taka þrjú stig á móti spræku Fylkisliði. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur. Sumt var gott en annað getum við bætt. Það að halda hreinu og skora þrjú mörk er mjög gott. Förum glaðir úr Lautinni.“ sagði Halldór. Fylkir voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik en fá óvænt á sig mark í lok hálfleiksins sem kemur Blikum yfir. „Breytti mjög miklu að fá þetta mark. Fannst við skapa stöðu eftir stöðu þar sem við gátum búið til betri færi en vorum klaufar. Vantaði ákveðin gæði þegar við vorum komnir í ákveðnar stöður til að búa til afgerandi færi. En auðvitað breytti markið dínamíkinni í leiknum.“ Sagði Halldór um markið og bætti við um frammistöðuna. „Við komumst frá þessum leik án þess að fá á okkur færi. Höldum hreinu og skorum þrjú mörk. Að mínu mati fáum við stöður og færi til að skora fleiri mörk. Mér fannst við gera vel þegar Fylkismenn voru komnir framar á völlinn þar sem við gerðum við að spila í gegnum þá. Mér fannst við verjast vel neðar á vellinum. Hefðum getað pressað þá betur, féllum aðeins of langt niður í byrjun seinni hálfleiksins. Höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki.“ Aron Bjarnason skoraði fyrsta mark Breiðabliks á uppbótartíma fyrri hálfleiks en fór svo út af í hálfleiknum. Það átti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann var búinn að vera á annarri löppinni lengi. Þetta var spurning um að eyða stoppi í að taka hann útaf á 41. mínútur eða hvort hann næði að þrauka hálfleikinn. Sem betur fer gerðum við það og hann endar á að skora. Hann sneri sig snemma í leiknum og harkaði af sér.“ Breiðablik fer uppí tólf stig eftir sigurinn og stekkur upp töfluna. Halldór var bjartsýnn á framhaldið. „Það eru níu dagar í næstu leik, það er kærkomið frí. Okkur veitir ekkert að því. Hópurinn er búinn að vera þunnur í síðustu leikjum. Við erum með menn sem eru meiddir og þurfa að komast í betra form. Þurfum að nýta þetta frí vel.“
Fótbolti Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira