Ótrúlegur árangur Glódísar og Bayern en Selma fallin Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 13:58 Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður og fyrirliði Bayern sem fagnaði þýska meistaratitlinum um síðustu helgi. Getty/Max Ellerbrake Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern München þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur á Nürnberg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur, sem þar með er formlega fallið niður um deild. Glódís og stöllur í Bayern fögnuðu þýska meistaratitlinum í fótbolta um síðustu helgi en urðu svo að sætta sig við tap gegn Wolfsburg, liði Sveindísar Jane Jónsdóttur, í bikarúrslitaleik á fimmtudaginn. Það tap sat ekki í Bayern í dag og hin danska Pernille Harder skoraði þrennu á fyrstu tuttugu mínútunum, sem gerði út um leikinn. Bayern hefur þar með spilað sinn síðasta heimaleik á tímabilinu og þar hefur liðið aðeins fengið á sig samtals eitt mark í öllum ellefu deildarleikjunum. Bayern er auk þess ekki búið að tapa einum einasta deildarleik á tímabilinu og þarf aðeins að forðast tap gegn Hoffenheim á útivelli í lokaumferðinni, til að fara taplaust í gegnum tímabilið. Nürnberg átti hins vegar enga von um að halda sér uppi fyrir leikinn í dag, í næstneðsta sæti, sex stigum á eftir Köln, og með 25 mörkum verri markatölu. Tapið í dag var því aðeins formleg staðfesting á því að Nürnberg þarf að spila í næstefstu deild á næstu leiktíð, en Selma kom til félagsins frá Rosenborg í Noregi í janúar. Sárt tap hjá Þórdísi Í Svíþjóð þurfti Þórdís Elva Ágústsdóttir að sætta sig við sárt tap í dag þegar lið hennar Växjö tapaði 3-2 á útivelli gegn Brommapojkarna, eftir að hafa komist í 2-0. Sigurmarkið kom seint í uppbótartíma. Þórdís kom inn á sem varamaður hjá Växjö á 58. mínútu en landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir er frá keppni eftir að hafa viðbeinsbrotnað í síðasta mánuði. Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Glódís og stöllur í Bayern fögnuðu þýska meistaratitlinum í fótbolta um síðustu helgi en urðu svo að sætta sig við tap gegn Wolfsburg, liði Sveindísar Jane Jónsdóttur, í bikarúrslitaleik á fimmtudaginn. Það tap sat ekki í Bayern í dag og hin danska Pernille Harder skoraði þrennu á fyrstu tuttugu mínútunum, sem gerði út um leikinn. Bayern hefur þar með spilað sinn síðasta heimaleik á tímabilinu og þar hefur liðið aðeins fengið á sig samtals eitt mark í öllum ellefu deildarleikjunum. Bayern er auk þess ekki búið að tapa einum einasta deildarleik á tímabilinu og þarf aðeins að forðast tap gegn Hoffenheim á útivelli í lokaumferðinni, til að fara taplaust í gegnum tímabilið. Nürnberg átti hins vegar enga von um að halda sér uppi fyrir leikinn í dag, í næstneðsta sæti, sex stigum á eftir Köln, og með 25 mörkum verri markatölu. Tapið í dag var því aðeins formleg staðfesting á því að Nürnberg þarf að spila í næstefstu deild á næstu leiktíð, en Selma kom til félagsins frá Rosenborg í Noregi í janúar. Sárt tap hjá Þórdísi Í Svíþjóð þurfti Þórdís Elva Ágústsdóttir að sætta sig við sárt tap í dag þegar lið hennar Växjö tapaði 3-2 á útivelli gegn Brommapojkarna, eftir að hafa komist í 2-0. Sigurmarkið kom seint í uppbótartíma. Þórdís kom inn á sem varamaður hjá Växjö á 58. mínútu en landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir er frá keppni eftir að hafa viðbeinsbrotnað í síðasta mánuði.
Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn