Spáir Ísrael sigri í Eurovision Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 21:01 Inga Auðbjörg segir ekkert ópólitískt við Eurovision. Vísir/Bjarni Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. Ísrael rauk upp í veðbönkum í gærkvöldi eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. „Það er búinn að vera mikill áróður fyrir þessu atriði þannig að í rauninn hefur komið mér á óvart hvað þau hafa verið að mælast lágt í veðbönkum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision-aðdáandi. Heldurðu að Ísrael muni vinna? „Ég held að það séu ansi miklar líkur á því að ég muni ekki horfa á keppnina á næsta ári af því að hún verður haldin í Ísrael.“ Klipptu baulið út úr útsendingu Inga er ein margra sem sniðgengur keppnina í ár en hún segir óhjákvæmilegt að fylgjast með henni vegna mikillar umræðu. Á miðvikudag var baulað hressilega á Golan þegar hún var á æfingu í Eurovisionhöllinni og fjölmenn mótmæli fóru fram í Malmö í allan gærdag. Í kjölfar baulsins á miðvikudag sendi ísraelska ríkisútvarpið harðort bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um að það skyldi tryggja að þetta kæmi ekki fyrir í keppninni sjálfri. Þrátt fyrir það var baulað á Golan, sérstaklega þegar flutningi hennar var lokið í höllinni í gærkvöldi. Þetta urðu sjónvarpsáhorfendur ekki varir við. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Inga segir almennt ekki hafa farið vel um tjáningarfrelsið í keppninni. „Það er búið að banna palestínska fánann, við munum vel hvernig það fór þegar Hatari sýndi palestínska fánann og nú búið að gefa það út að fólk verði nánast tæklað niður ef það mætir með palestínska fánann. Það er greinilegt að það á að stýra því algerlega hvaða tjáning er í lagi og hvaða tjáning er ekki í lagi. Mér finnst það mjög vafasöm vegferð.“ Niðurstöður símakosningar Ítala skekki niðurstöðurnar Ítalir birtu í gær niðurstöður símakosningarinnar þar í landi í sjónvarpsútsendingu sinni. Fjörutíu prósent ítalskra kjósenda greiddu Ísrael atkvæði sitt en ekkert annað land hlaut einu sinni tíu prósent atkvæðanna. „Þetta skekkir alla keppnina, þegar þú ert kominn með niðurstöður úr einni undankeppni þá fer fólk að flykkjast með því af því að allir vilja vera með sigurvegaranum í liði, eða hlustar á lagið öðruvísi,“ segir Inga. „Þetta er mjög óheppilegt en þetta eru náttúrulega gríðarlega sláandi niðurstöður. Þetta eru svo rosalega miklir yfirburðir, þessi kosning sem Ísrael hlýtur. Hvort þetta sé óvart verða aðrir að skera úr um.“ EBU hefur statt og stöðugt haldið því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Inga blæs á þessar fullyrðingar. „Ég trúi því ekki að listaverk geti nokkurn tíman verið ópólitískt. Þetta er keppni milli landa, auðvitað er hún pólitísk. Það er allt pólitískt í eðli sínu. Það er pólitískt að leyfa Ísrael að vera með. Það er pólitískt að banna suma fána en ekki aðra. Ég blæs á svona yfirlýsingar. Mér finnst þær naïve-ar og ekki í sambandi við raunveruleikann.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Eurovision Tengdar fréttir Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Ísrael rauk upp í veðbönkum í gærkvöldi eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. Fyrir kvöldið var Ísrael talin áttunda líklegasta þjóðin til að vinna keppnina. „Það er búinn að vera mikill áróður fyrir þessu atriði þannig að í rauninn hefur komið mér á óvart hvað þau hafa verið að mælast lágt í veðbönkum,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, Eurovision-aðdáandi. Heldurðu að Ísrael muni vinna? „Ég held að það séu ansi miklar líkur á því að ég muni ekki horfa á keppnina á næsta ári af því að hún verður haldin í Ísrael.“ Klipptu baulið út úr útsendingu Inga er ein margra sem sniðgengur keppnina í ár en hún segir óhjákvæmilegt að fylgjast með henni vegna mikillar umræðu. Á miðvikudag var baulað hressilega á Golan þegar hún var á æfingu í Eurovisionhöllinni og fjölmenn mótmæli fóru fram í Malmö í allan gærdag. Í kjölfar baulsins á miðvikudag sendi ísraelska ríkisútvarpið harðort bréf til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um að það skyldi tryggja að þetta kæmi ekki fyrir í keppninni sjálfri. Þrátt fyrir það var baulað á Golan, sérstaklega þegar flutningi hennar var lokið í höllinni í gærkvöldi. Þetta urðu sjónvarpsáhorfendur ekki varir við. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Inga segir almennt ekki hafa farið vel um tjáningarfrelsið í keppninni. „Það er búið að banna palestínska fánann, við munum vel hvernig það fór þegar Hatari sýndi palestínska fánann og nú búið að gefa það út að fólk verði nánast tæklað niður ef það mætir með palestínska fánann. Það er greinilegt að það á að stýra því algerlega hvaða tjáning er í lagi og hvaða tjáning er ekki í lagi. Mér finnst það mjög vafasöm vegferð.“ Niðurstöður símakosningar Ítala skekki niðurstöðurnar Ítalir birtu í gær niðurstöður símakosningarinnar þar í landi í sjónvarpsútsendingu sinni. Fjörutíu prósent ítalskra kjósenda greiddu Ísrael atkvæði sitt en ekkert annað land hlaut einu sinni tíu prósent atkvæðanna. „Þetta skekkir alla keppnina, þegar þú ert kominn með niðurstöður úr einni undankeppni þá fer fólk að flykkjast með því af því að allir vilja vera með sigurvegaranum í liði, eða hlustar á lagið öðruvísi,“ segir Inga. „Þetta er mjög óheppilegt en þetta eru náttúrulega gríðarlega sláandi niðurstöður. Þetta eru svo rosalega miklir yfirburðir, þessi kosning sem Ísrael hlýtur. Hvort þetta sé óvart verða aðrir að skera úr um.“ EBU hefur statt og stöðugt haldið því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Inga blæs á þessar fullyrðingar. „Ég trúi því ekki að listaverk geti nokkurn tíman verið ópólitískt. Þetta er keppni milli landa, auðvitað er hún pólitísk. Það er allt pólitískt í eðli sínu. Það er pólitískt að leyfa Ísrael að vera með. Það er pólitískt að banna suma fána en ekki aðra. Ég blæs á svona yfirlýsingar. Mér finnst þær naïve-ar og ekki í sambandi við raunveruleikann.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Eurovision Tengdar fréttir Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14
Baulað á keppanda Ísrael á æfingu Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar. 9. maí 2024 16:30