Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2024 21:14 Eden Golan syngur Hurricane á sviðinu í Malmö Arena í kvöld. Getty/Jens Büttner Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar. Grikkland Sviss Austurríki Armenía Lettland Georgía Eistland Ísrael Noregur Holland Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru: Serbía Portúgal Slóvenía Úkraína Litháen Finnland Kýpur Króatía Írland Lúxemborg Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan. Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter. 🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the endIf we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024 Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela. Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti. Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals. The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.🎥 @HenryMcKean pic.twitter.com/dMgv2trz3B— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024 Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram. Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag. Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar. Grikkland Sviss Austurríki Armenía Lettland Georgía Eistland Ísrael Noregur Holland Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru: Serbía Portúgal Slóvenía Úkraína Litháen Finnland Kýpur Króatía Írland Lúxemborg Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan. Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter. 🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the endIf we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024 Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela. Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti. Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals. The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.🎥 @HenryMcKean pic.twitter.com/dMgv2trz3B— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024 Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram. Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag. Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira