„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 15:05 Baldvin Þór Bergsson ritstjóri Kastljóss og María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona sem gerði innslagið í þættinum. Vísir Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. Fyrr í dag birtist tilkynning á vef Reykjavíkurborgar þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara gerði athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga borgarinnar við olíufélög. Telur borgin „alvarlegar staðreyndavillur“ vera í umfjölluninni. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við fréttastofu að hann sjái engar staðreyndavillur í þættinum. „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti. Það er svo einfalt. Við erum búin að fara yfir þetta,“ segir Baldvin. Beint úr tilkynningu borgarinnar Í athugasemdum borgarinnar var meðal annars rætt um að í innslagi RÚV hafi verið sagt að fjöldi íbúða sem átti að reisa í fyrsta áfanga samninganna eigi að vera sjö hundruð. Hins vegar væru þær ekki svo margar heldur einungis 450. Baldvin segir upplýsingar um sjö hundruð íbúðir koma beint úr fréttatilkynningu á vef borgarinnar. „Það er hægt að skoða tilkynningu Reykjavíkurborgar þar sem hún tilkynnir samningana. Þar sem hún talar um að fyrir utan þessar lóðir séu lóðir við Stekkjarbakka 4-6 þar sem eru tvö hundruð til þrjú hundruð íbúðir. Þannig samtals gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir því í samningum við olíufélögin að það séu sjö til átta hundruð íbúðir í þessum fasa,“ segir Baldvin. Borgin bendir á að Stekkjarbakkalóðin sé ekki hluti af bensínstöðvalóðasamningunum heldur séu það allt önnur viðskipti sem komi málinu ekki við. Þar með sé íbúðafjöldatalan röng. Vitnað í fjárfestakynningu Haga Gerð var athugasemd við verðmat á byggingarrétti fyrir lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og aðra við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í umfjöllun RÚV kemur fram að virðið sé 3,9 milljarðar en borgin vill meina að virðið sé 1,2 milljarðar. „Þar erum við bara að vitna í fjárfestakynningu þar sem Hagar taka sérstaklega fram að það sem þeir setja inn í þetta nýja félag séu lóðir, meðal annars Stekkjarbakkalóðin, og að virðið sé 3,9 milljarðar. Við erum bara að vitna í það. Við erum bara að vitna í fjárfestakynningar frá Högum sjálfum,“ segir Baldvin. Og aftur bendir borgin á að Stekkjarbakkalóðin eigi ekki að vera með í útreikninginum og því sé verðmat á byggingarrétti rangt. Mega vera ósammála viðmælendum Þá komi upplýsingar um að leynd hafi ríkt um málið innan borgarstjórnar ekki beint frá RÚV heldur er það komið frá viðmælendum þeirra. „Þetta eru bara viðmælendur, fulltrúar minnihlutans sem segja þetta. Þau geta alveg verið ósammála því en þetta er bara viðmælendur sem segja þetta. Við erum ekki einu sinni að hafa þetta eftir þeim heldur segja þau þetta sjálf,“ segir Baldvin. Málið sé orðið ótrúlega skrítið. „Þið megið alveg fara að reyna að eyða þessum undarlegu sögusögnum um einhverja þöggun því hún á ekki við nein rök að styðjast. Og er algjörlega forkastanlegt að það sé verið að reyna að blása það upp í fjölmiðlum svo ég sé nú bara alveg heiðarlegur,“ segir Baldvin. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Bensín og olía Tengdar fréttir Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Fyrr í dag birtist tilkynning á vef Reykjavíkurborgar þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara gerði athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga borgarinnar við olíufélög. Telur borgin „alvarlegar staðreyndavillur“ vera í umfjölluninni. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við fréttastofu að hann sjái engar staðreyndavillur í þættinum. „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti. Það er svo einfalt. Við erum búin að fara yfir þetta,“ segir Baldvin. Beint úr tilkynningu borgarinnar Í athugasemdum borgarinnar var meðal annars rætt um að í innslagi RÚV hafi verið sagt að fjöldi íbúða sem átti að reisa í fyrsta áfanga samninganna eigi að vera sjö hundruð. Hins vegar væru þær ekki svo margar heldur einungis 450. Baldvin segir upplýsingar um sjö hundruð íbúðir koma beint úr fréttatilkynningu á vef borgarinnar. „Það er hægt að skoða tilkynningu Reykjavíkurborgar þar sem hún tilkynnir samningana. Þar sem hún talar um að fyrir utan þessar lóðir séu lóðir við Stekkjarbakka 4-6 þar sem eru tvö hundruð til þrjú hundruð íbúðir. Þannig samtals gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir því í samningum við olíufélögin að það séu sjö til átta hundruð íbúðir í þessum fasa,“ segir Baldvin. Borgin bendir á að Stekkjarbakkalóðin sé ekki hluti af bensínstöðvalóðasamningunum heldur séu það allt önnur viðskipti sem komi málinu ekki við. Þar með sé íbúðafjöldatalan röng. Vitnað í fjárfestakynningu Haga Gerð var athugasemd við verðmat á byggingarrétti fyrir lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og aðra við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í umfjöllun RÚV kemur fram að virðið sé 3,9 milljarðar en borgin vill meina að virðið sé 1,2 milljarðar. „Þar erum við bara að vitna í fjárfestakynningu þar sem Hagar taka sérstaklega fram að það sem þeir setja inn í þetta nýja félag séu lóðir, meðal annars Stekkjarbakkalóðin, og að virðið sé 3,9 milljarðar. Við erum bara að vitna í það. Við erum bara að vitna í fjárfestakynningar frá Högum sjálfum,“ segir Baldvin. Og aftur bendir borgin á að Stekkjarbakkalóðin eigi ekki að vera með í útreikninginum og því sé verðmat á byggingarrétti rangt. Mega vera ósammála viðmælendum Þá komi upplýsingar um að leynd hafi ríkt um málið innan borgarstjórnar ekki beint frá RÚV heldur er það komið frá viðmælendum þeirra. „Þetta eru bara viðmælendur, fulltrúar minnihlutans sem segja þetta. Þau geta alveg verið ósammála því en þetta er bara viðmælendur sem segja þetta. Við erum ekki einu sinni að hafa þetta eftir þeim heldur segja þau þetta sjálf,“ segir Baldvin. Málið sé orðið ótrúlega skrítið. „Þið megið alveg fara að reyna að eyða þessum undarlegu sögusögnum um einhverja þöggun því hún á ekki við nein rök að styðjast. Og er algjörlega forkastanlegt að það sé verið að reyna að blása það upp í fjölmiðlum svo ég sé nú bara alveg heiðarlegur,“ segir Baldvin.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Bensín og olía Tengdar fréttir Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24