Sverrir Ingi lagði upp sigumarkið sem galopnaði toppbaráttuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2024 18:50 Franculino Djú og Sverirr Ingi fagna markinu sem tryggði stigin þrjú. @fcmidtjylland Toppbarátta dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta er hreint út sagt með ólíkindum þegar fjórar umferðir eru eftir. Sverrir Ingi Ingason lagði upp sigurmark Midtjylland í 3-2 sigri á toppliði Bröndby. Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar þegar meistararnir sóttu Silkeborg heim. Gestirnir voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé tvennu Mohamed Elyounoussi og kom Stefán Teitur Þórðarson inn af bekknum í liði Silkeborg í hálfleik. Orri Steinn var svo tekinn af velli á 72. mínútu áður en Diogo Gonçalves bætti þriðja marki gestanna við. Lokatölur 0-3 og FCK þar með komið með 55 stig í 2. sætinu. 👍🏼👀#fcklive #sldk pic.twitter.com/LRH9YMOkR3— F.C. København (@FCKobenhavn) May 5, 2024 Topplið Bröndby heimsótti svo Midtjylland heim en gestirnir voru aðeins stigi á undan FCK þegar leikurinn hófst á meðan Sverrir Ingi og félagar gátu jafnað FCK að stigum með sigri. Henrik Dalsgaard kom Midtjylland yfir snemma leiks en Nicolai Vallys jafnaði fyrir Bröndby en Darío Osorio kom heimönnum yfir á nýjan leik áður en Ohi Omoijuanfo jafnaði metin á nýjan leik þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn. Þegar fyrri hálfleik var svo gott sem lokið fékk Sverrir Ingi gult spjald fyrir peysutog en staðan enn 2-2 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari var aðeins eitt mark skorað og það gerði Franculino Djú á 74. mínútu eftir boltinn féll til hans í teignum eftir skalla Sverris Inga. Staðan orðin 3-2 og þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð reyndust það lokatölur. Hvilken enorm indsats på banen og tribunen 🔥Fire finaler tilbage, Midtjylland ⚫️🔴#FCMBIF pic.twitter.com/07hP3ezqBl— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 5, 2024 Bröndby er því á toppi deildarinnar með 56 stig og Midtjylland er með 55 stig líkt og FCK í 3. sætinu. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Fleiri fréttir Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar þegar meistararnir sóttu Silkeborg heim. Gestirnir voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé tvennu Mohamed Elyounoussi og kom Stefán Teitur Þórðarson inn af bekknum í liði Silkeborg í hálfleik. Orri Steinn var svo tekinn af velli á 72. mínútu áður en Diogo Gonçalves bætti þriðja marki gestanna við. Lokatölur 0-3 og FCK þar með komið með 55 stig í 2. sætinu. 👍🏼👀#fcklive #sldk pic.twitter.com/LRH9YMOkR3— F.C. København (@FCKobenhavn) May 5, 2024 Topplið Bröndby heimsótti svo Midtjylland heim en gestirnir voru aðeins stigi á undan FCK þegar leikurinn hófst á meðan Sverrir Ingi og félagar gátu jafnað FCK að stigum með sigri. Henrik Dalsgaard kom Midtjylland yfir snemma leiks en Nicolai Vallys jafnaði fyrir Bröndby en Darío Osorio kom heimönnum yfir á nýjan leik áður en Ohi Omoijuanfo jafnaði metin á nýjan leik þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn. Þegar fyrri hálfleik var svo gott sem lokið fékk Sverrir Ingi gult spjald fyrir peysutog en staðan enn 2-2 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari var aðeins eitt mark skorað og það gerði Franculino Djú á 74. mínútu eftir boltinn féll til hans í teignum eftir skalla Sverris Inga. Staðan orðin 3-2 og þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð reyndust það lokatölur. Hvilken enorm indsats på banen og tribunen 🔥Fire finaler tilbage, Midtjylland ⚫️🔴#FCMBIF pic.twitter.com/07hP3ezqBl— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 5, 2024 Bröndby er því á toppi deildarinnar með 56 stig og Midtjylland er með 55 stig líkt og FCK í 3. sætinu.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Fleiri fréttir Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Sjá meira