Fótbolti

Svein­dís sneri aftur í stór­sigri Wolfs­burg

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sveindís Jane kom inn af bekknum hjá Wolfsburg í dag.
Sveindís Jane kom inn af bekknum hjá Wolfsburg í dag. Vísir/Getty

Sveindís Jane Jónsdóttir sneri aftur í leikmannahóp Wolfsburg í dag eftir meiðslin sem hún varð fyrir í landsleik gegn Þjóðverjum fyrir tæpum mánuði síðan. 

Sveindís Jane kom inn sem varamaður í 5-1 sigri Wolfsburg í dag gegn Köln en náði þó ekki að vera á meðal markaskorara heimaliðsins. Sveindís Jane kom inn á 58. mínútu þegar staðan var 4-1 en Wolfsburg bætti við einu marki eftir að Sveindís kom af bekknum.

Þetta er fyrsti leikur Sveindísar Jane síðan hún meiddist í landsleik Íslands og Þýskalands í byrjun apríl. Tvö liðbönd í öxl Sveindísar rifnuðu eftir fólskubrot leikmanns þýska liðsins. Endurkoma Sveindísar Jane eru einkar góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Austurríki í tvígang í mikilvægum leikjum um næstu mánaðamót.

Wolfsburg er áfram í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn en Bayern Munchen, sem Glódís Perla Viggósdóttir og Cecelía Rán Rúnarsdóttir leika með, er í efsta sæti og á þýska titilinn vísan. 

Bayern getur tryggt sér tititlinn með sigri á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og liðsfélögum hennar í Leverkusen á morgun. Karólína Lea er einmitt í láni hjá Leverkusen frá Bayern Munchen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×