Ísak skoraði og Dusseldorf enn í baráttunni um sæti í efstu deild Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 18:31 Ísak Bergmann fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty Ísak Bergmann Jóhanesson landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði eitt marka Dusseldorf þegar liðið vann 3-1 sigur á Nurnberg. Þá mættust Hamburger og St. Pauli í eldheitum nágrannaslag en bæði lið eru með í toppbaráttunni. Lætin í nágrannaslag Hamburger SV og St. Pauli hófust reyndar áður en leikurinn var flautaður á. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri átti St. Pauli möguleika á að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þá þurfti Hamburger á sigri að halda til að eiga enn möguleika á umspilssæti um sæti í efstu deild. Þegar liðin voru í miðri upphitun fyrir leikinn byrjuðu um þrjátíu leikmenn og starfsmenn félaganna að rífast úti á vellinum og var hiti í mönnum. Málið snerist um að gestirnir í St. Pauli áttu að hafa verið á vallarhelmingi heimaliðsins að hita upp. „Ef allt er innan marka þá er þetta allt í góðu,“ sagði Fabian Hurzeler knattspyrnustjóri St. Pauli við Bild en menn róuðust fljótt niður og leikurinn gat hafist. Handgemenge beim Warmmachen zwischen #HSV und @fcstpauli pic.twitter.com/Nihpa64IBE— BILD Hamburger SV (@BILD_HSV) May 3, 2024 Leikurinn sjálfur var frekar tíðindalítill. Mark var dæmt af Hamburger SV á 62. mínútu vegna brots en bæði lið fengu sín færi í leiknum. Á 85. mínútu kom loks fyrsta og eina mark leiksins. Það skoraði Robert Glatzel fyrir Hamburger SV sem þar með á enn möguleika á þriðja sæti deildarinnar sem tryggir liðinu umspil við lið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Heimalið Hamburger misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma en það kom ekki að sök og liðið vann góðan 1-0 sigur fyrir framan troðfullan Volksparkstadion. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum hjá Fortuna Dusseldorf sem vann 3-1 sigur á Nurnberg. Ísak kom inná á 59. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Dusseldorf og innsiglaði sigur liðsins. Ísak og félagar eru í áðurnefndu þriðja sæti, eru fjórum stigum á undan liði Hamburger SV og tveimur stigum á eftir liði Holstein Kiel sem er í 2. sæti. Holstein Kiel á þó leik til góða og getur náð efsta sætinu af St. Pauli þegar liðið mætir Wehen á morgun. Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira
Lætin í nágrannaslag Hamburger SV og St. Pauli hófust reyndar áður en leikurinn var flautaður á. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri átti St. Pauli möguleika á að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þá þurfti Hamburger á sigri að halda til að eiga enn möguleika á umspilssæti um sæti í efstu deild. Þegar liðin voru í miðri upphitun fyrir leikinn byrjuðu um þrjátíu leikmenn og starfsmenn félaganna að rífast úti á vellinum og var hiti í mönnum. Málið snerist um að gestirnir í St. Pauli áttu að hafa verið á vallarhelmingi heimaliðsins að hita upp. „Ef allt er innan marka þá er þetta allt í góðu,“ sagði Fabian Hurzeler knattspyrnustjóri St. Pauli við Bild en menn róuðust fljótt niður og leikurinn gat hafist. Handgemenge beim Warmmachen zwischen #HSV und @fcstpauli pic.twitter.com/Nihpa64IBE— BILD Hamburger SV (@BILD_HSV) May 3, 2024 Leikurinn sjálfur var frekar tíðindalítill. Mark var dæmt af Hamburger SV á 62. mínútu vegna brots en bæði lið fengu sín færi í leiknum. Á 85. mínútu kom loks fyrsta og eina mark leiksins. Það skoraði Robert Glatzel fyrir Hamburger SV sem þar með á enn möguleika á þriðja sæti deildarinnar sem tryggir liðinu umspil við lið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Heimalið Hamburger misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma en það kom ekki að sök og liðið vann góðan 1-0 sigur fyrir framan troðfullan Volksparkstadion. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum hjá Fortuna Dusseldorf sem vann 3-1 sigur á Nurnberg. Ísak kom inná á 59. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Dusseldorf og innsiglaði sigur liðsins. Ísak og félagar eru í áðurnefndu þriðja sæti, eru fjórum stigum á undan liði Hamburger SV og tveimur stigum á eftir liði Holstein Kiel sem er í 2. sæti. Holstein Kiel á þó leik til góða og getur náð efsta sætinu af St. Pauli þegar liðið mætir Wehen á morgun. Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni.
Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira