Ísak skoraði og Dusseldorf enn í baráttunni um sæti í efstu deild Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 18:31 Ísak Bergmann fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty Ísak Bergmann Jóhanesson landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði eitt marka Dusseldorf þegar liðið vann 3-1 sigur á Nurnberg. Þá mættust Hamburger og St. Pauli í eldheitum nágrannaslag en bæði lið eru með í toppbaráttunni. Lætin í nágrannaslag Hamburger SV og St. Pauli hófust reyndar áður en leikurinn var flautaður á. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri átti St. Pauli möguleika á að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þá þurfti Hamburger á sigri að halda til að eiga enn möguleika á umspilssæti um sæti í efstu deild. Þegar liðin voru í miðri upphitun fyrir leikinn byrjuðu um þrjátíu leikmenn og starfsmenn félaganna að rífast úti á vellinum og var hiti í mönnum. Málið snerist um að gestirnir í St. Pauli áttu að hafa verið á vallarhelmingi heimaliðsins að hita upp. „Ef allt er innan marka þá er þetta allt í góðu,“ sagði Fabian Hurzeler knattspyrnustjóri St. Pauli við Bild en menn róuðust fljótt niður og leikurinn gat hafist. Handgemenge beim Warmmachen zwischen #HSV und @fcstpauli pic.twitter.com/Nihpa64IBE— BILD Hamburger SV (@BILD_HSV) May 3, 2024 Leikurinn sjálfur var frekar tíðindalítill. Mark var dæmt af Hamburger SV á 62. mínútu vegna brots en bæði lið fengu sín færi í leiknum. Á 85. mínútu kom loks fyrsta og eina mark leiksins. Það skoraði Robert Glatzel fyrir Hamburger SV sem þar með á enn möguleika á þriðja sæti deildarinnar sem tryggir liðinu umspil við lið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Heimalið Hamburger misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma en það kom ekki að sök og liðið vann góðan 1-0 sigur fyrir framan troðfullan Volksparkstadion. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum hjá Fortuna Dusseldorf sem vann 3-1 sigur á Nurnberg. Ísak kom inná á 59. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Dusseldorf og innsiglaði sigur liðsins. Ísak og félagar eru í áðurnefndu þriðja sæti, eru fjórum stigum á undan liði Hamburger SV og tveimur stigum á eftir liði Holstein Kiel sem er í 2. sæti. Holstein Kiel á þó leik til góða og getur náð efsta sætinu af St. Pauli þegar liðið mætir Wehen á morgun. Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni. Þýski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Lætin í nágrannaslag Hamburger SV og St. Pauli hófust reyndar áður en leikurinn var flautaður á. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið því með sigri átti St. Pauli möguleika á að tryggja sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þá þurfti Hamburger á sigri að halda til að eiga enn möguleika á umspilssæti um sæti í efstu deild. Þegar liðin voru í miðri upphitun fyrir leikinn byrjuðu um þrjátíu leikmenn og starfsmenn félaganna að rífast úti á vellinum og var hiti í mönnum. Málið snerist um að gestirnir í St. Pauli áttu að hafa verið á vallarhelmingi heimaliðsins að hita upp. „Ef allt er innan marka þá er þetta allt í góðu,“ sagði Fabian Hurzeler knattspyrnustjóri St. Pauli við Bild en menn róuðust fljótt niður og leikurinn gat hafist. Handgemenge beim Warmmachen zwischen #HSV und @fcstpauli pic.twitter.com/Nihpa64IBE— BILD Hamburger SV (@BILD_HSV) May 3, 2024 Leikurinn sjálfur var frekar tíðindalítill. Mark var dæmt af Hamburger SV á 62. mínútu vegna brots en bæði lið fengu sín færi í leiknum. Á 85. mínútu kom loks fyrsta og eina mark leiksins. Það skoraði Robert Glatzel fyrir Hamburger SV sem þar með á enn möguleika á þriðja sæti deildarinnar sem tryggir liðinu umspil við lið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Heimalið Hamburger misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma en það kom ekki að sök og liðið vann góðan 1-0 sigur fyrir framan troðfullan Volksparkstadion. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum hjá Fortuna Dusseldorf sem vann 3-1 sigur á Nurnberg. Ísak kom inná á 59. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Dusseldorf og innsiglaði sigur liðsins. Ísak og félagar eru í áðurnefndu þriðja sæti, eru fjórum stigum á undan liði Hamburger SV og tveimur stigum á eftir liði Holstein Kiel sem er í 2. sæti. Holstein Kiel á þó leik til góða og getur náð efsta sætinu af St. Pauli þegar liðið mætir Wehen á morgun. Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni.
Staða efstu liða:1. St. Pauli 63 stig eftir 32 leiki2. Holstein Kiel 61 stig eftir 31 leik3. Dusseldorf 59 stig eftir 32 leiki4. Hamburger SV 55 stig eftir 32 leiki Alls eru leiknar 34 umferðir í deildinni.
Þýski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira