Börn Maradona vilja flytja jarðneskar leifar hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2024 10:30 Diego Armando Maradona fagnar hér heimsmeistaratitlinum sumarið 1986. Getty/Paul Bereswill Börn knattspyrnugoðsins Diego Armando Maradona hafa biðlað til dómstóls í Argentínu um að leyfi til flutnings á jarðneskum leifum hans. Börnin vilja fá að flytja föður sinn úr gröf í einkakirkjugarði í nýtt grafhýsi sem er þessa dagana í byggingu í Buenos Aires. Með þessu vilja þau búa til tækifæri fyrir aðdáendur alls staðar að úr heiminum til að sýna honum virðingarvott. Maradona hefur verið lengi í guðatölu út um allan heim og slíkur staður yrði fljótt vinsæll ferðamannastaður í borginni. Maradona's children want remains in mausoleumChildren of the late soccer star Diego Maradona have asked a court in Argentina to authorize the transfer of his body from the private cemetery where he is buried to a mausoleum under construction in Buenos … https://t.co/JRywjzeQ1R— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 3, 2024 Maradona lést í nóvember 2020 þegar hann var nýbúinn að halda upp á sextugs afmælið sitt. Nýja grafhýsið hefur fengið nafnið „Memorial del Diez“ og er í byggingu í Puerto Madero hverfinu. Í bréfi til dómara segir fjölskyldan að grafhýsið sé á mun betri og öruggari stað en þar sem hann hvílir í dag. Bréfið er sagt koma frá öllum erfingjum Maradona. Maradona leiddi argentínska landsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. Maradona skoraði þá bæði mörkin í bæði átta liða og undanúrslitunum og lagði einnig upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Maradona varð sá fyrsti í sögunni til að verða tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims eða bæði þegar Barcelona (1982) og Napoli (1984) keyptu hann. Maradona var jarðaður í litlum kirkjugarði sem heitir Jardín de Bella Vista og er í bænum San Miguel sem er um fimmtíu kílómetra norður af höfuðborginni Buenos Aires. Puerto Madero hverfið er aftur á móti á besta stað í höfuðborginni þangað sem ferðamenn sækja mikið enda mikið um bari og veitingastaði í nágrenninu. Dómstóll þarf að leyfa flutninginn þar sem dómsmál er enn í gangi gegn átta umsjónarmönnum Maradona í tengslum við dauða hans. El mausoleo denominado “Memorial del Diez” está en construcción en el barrio capitalino de Puerto Madero. https://t.co/MfmA39O9a0— Primera Hora (@primerahora) May 3, 2024 Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Börnin vilja fá að flytja föður sinn úr gröf í einkakirkjugarði í nýtt grafhýsi sem er þessa dagana í byggingu í Buenos Aires. Með þessu vilja þau búa til tækifæri fyrir aðdáendur alls staðar að úr heiminum til að sýna honum virðingarvott. Maradona hefur verið lengi í guðatölu út um allan heim og slíkur staður yrði fljótt vinsæll ferðamannastaður í borginni. Maradona's children want remains in mausoleumChildren of the late soccer star Diego Maradona have asked a court in Argentina to authorize the transfer of his body from the private cemetery where he is buried to a mausoleum under construction in Buenos … https://t.co/JRywjzeQ1R— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 3, 2024 Maradona lést í nóvember 2020 þegar hann var nýbúinn að halda upp á sextugs afmælið sitt. Nýja grafhýsið hefur fengið nafnið „Memorial del Diez“ og er í byggingu í Puerto Madero hverfinu. Í bréfi til dómara segir fjölskyldan að grafhýsið sé á mun betri og öruggari stað en þar sem hann hvílir í dag. Bréfið er sagt koma frá öllum erfingjum Maradona. Maradona leiddi argentínska landsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1986 þar sem hann var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. Maradona skoraði þá bæði mörkin í bæði átta liða og undanúrslitunum og lagði einnig upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Maradona varð sá fyrsti í sögunni til að verða tvisvar sinnum dýrasti knattspyrnumaður heims eða bæði þegar Barcelona (1982) og Napoli (1984) keyptu hann. Maradona var jarðaður í litlum kirkjugarði sem heitir Jardín de Bella Vista og er í bænum San Miguel sem er um fimmtíu kílómetra norður af höfuðborginni Buenos Aires. Puerto Madero hverfið er aftur á móti á besta stað í höfuðborginni þangað sem ferðamenn sækja mikið enda mikið um bari og veitingastaði í nágrenninu. Dómstóll þarf að leyfa flutninginn þar sem dómsmál er enn í gangi gegn átta umsjónarmönnum Maradona í tengslum við dauða hans. El mausoleo denominado “Memorial del Diez” está en construcción en el barrio capitalino de Puerto Madero. https://t.co/MfmA39O9a0— Primera Hora (@primerahora) May 3, 2024
Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira