„Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2024 19:21 Gylfi Arnar Ísleifsson og Þormar Ómarsson eru eigendur Papa's Pizza. Vísir/Einar Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. Frá því að Grindavík var rýmd í nóvember á síðasta ári hefur veitingastaðurinn Papa's Pizza verið lokaður, fyrir utan nokkra daga í janúar áður en nýtt eldgos hófst þann mánuðinn. Í dag var því mikill gleðidagur fyrir eigendur staðarins sem opnuðu dyrnar á ný. „Sumarið á næsta leyti og það er kominn tími til að spýta í lófana,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papa's Pizza. Klippa: Pizzaofnarnir í Grindavík komnir aftur í gang Nákvæmlega, kominn tími til að fara að opna á ný? „Já, vonandi getum við farið að líta björtum augum til framtíðar í Grindavík.“ Þeir sem eiga erindi í Grindavík geta nú snætt á Papa's Pizza.Vísir/Einar „Þetta er búið að vera ömurlegt, algjörlega. Við þurfum bara að fara að opna þessa lokunarpósta og fara að opna bæinn. Hætta þessu rugli,“ segir Gylfi Arnar Ísleifsson, einnig eigandi Papa's Pizza. Fá alla heim aftur? „Bara þá sem ætla heim. Fá bara fólk í bæinn, þarf ekkert endilega að vera fólk sem bjó hérna. Bara opna bæinn fyrir túristum og öðru þegar það er tilbúið. Losa okkur við þessa lokunarpósta, þeir hafa engan tilgang. Höfum ekkert að gera við þá.“ Vinnustaðahúmorinn hafði ekki gleymst á meðan staðurinn var lokaður og útbjuggu starfsmenn mótmælaskilti fyrir komu fréttastofu. Viðskiptavinirnir voru einnig ánægðir með að geta fengið sér að borða í bænum á ný. „Þetta er fínt, helvíti fínt,“ segir Hermann Thorstensen Hermannsson, viðskiptavinur Papa's Pizza sem sat og maulaði Pizzu þegar fréttastofu bar að garði. Pizzuofninn hafði engu gleymt.Vísir/Einar Ertu að vinna hérna í bænum? „Já, svona. Ég er út um allt sko.“ En þú ert kominn hingað í dag til að borða á Papa's Pizza? „Já, heldur betur.“ Og vonast þú til þess að fleiri staðir geti opnað? „Já, það væri auðvitað bara frábært fyrir Grindavík.“ Hérastubbur bakari opnaði dyr sínar einnig á ný í dag og allt í allt starfa um þrjú hundruð manns í bænum dags daglega. Þá er gist í um það bil tuttugu húsum í bænum hverja nóttu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veitingastaðir Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Frá því að Grindavík var rýmd í nóvember á síðasta ári hefur veitingastaðurinn Papa's Pizza verið lokaður, fyrir utan nokkra daga í janúar áður en nýtt eldgos hófst þann mánuðinn. Í dag var því mikill gleðidagur fyrir eigendur staðarins sem opnuðu dyrnar á ný. „Sumarið á næsta leyti og það er kominn tími til að spýta í lófana,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papa's Pizza. Klippa: Pizzaofnarnir í Grindavík komnir aftur í gang Nákvæmlega, kominn tími til að fara að opna á ný? „Já, vonandi getum við farið að líta björtum augum til framtíðar í Grindavík.“ Þeir sem eiga erindi í Grindavík geta nú snætt á Papa's Pizza.Vísir/Einar „Þetta er búið að vera ömurlegt, algjörlega. Við þurfum bara að fara að opna þessa lokunarpósta og fara að opna bæinn. Hætta þessu rugli,“ segir Gylfi Arnar Ísleifsson, einnig eigandi Papa's Pizza. Fá alla heim aftur? „Bara þá sem ætla heim. Fá bara fólk í bæinn, þarf ekkert endilega að vera fólk sem bjó hérna. Bara opna bæinn fyrir túristum og öðru þegar það er tilbúið. Losa okkur við þessa lokunarpósta, þeir hafa engan tilgang. Höfum ekkert að gera við þá.“ Vinnustaðahúmorinn hafði ekki gleymst á meðan staðurinn var lokaður og útbjuggu starfsmenn mótmælaskilti fyrir komu fréttastofu. Viðskiptavinirnir voru einnig ánægðir með að geta fengið sér að borða í bænum á ný. „Þetta er fínt, helvíti fínt,“ segir Hermann Thorstensen Hermannsson, viðskiptavinur Papa's Pizza sem sat og maulaði Pizzu þegar fréttastofu bar að garði. Pizzuofninn hafði engu gleymt.Vísir/Einar Ertu að vinna hérna í bænum? „Já, svona. Ég er út um allt sko.“ En þú ert kominn hingað í dag til að borða á Papa's Pizza? „Já, heldur betur.“ Og vonast þú til þess að fleiri staðir geti opnað? „Já, það væri auðvitað bara frábært fyrir Grindavík.“ Hérastubbur bakari opnaði dyr sínar einnig á ný í dag og allt í allt starfa um þrjú hundruð manns í bænum dags daglega. Þá er gist í um það bil tuttugu húsum í bænum hverja nóttu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veitingastaðir Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira