Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 15:09 Frá mótmælaaðgerðunum í Tíblisi. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira