Innlent

Umferðartafir vegna elds í tengi­vagni

Árni Sæberg skrifar
Tengivagninn er illa farinn eftir brunann.
Tengivagninn er illa farinn eftir brunann.

Umferðin gengur nú hægar en venjulega á Reykjanesbraut í Garðabæ, en þar kviknaði eldur í tengivangi bifreiðar á þriðja tímanum í dag, á móts við IKEA.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að að af þeim sökum sé aðeins önnur akreinin opin til vesturs, að Hafnarfirði, og verði svo eitthvað áfram.

„Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að sýna tillitssemi vegna þessa.“

Vísi barst myndband frá lesanda, það má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×