Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði það sem reyndist sigur­markið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Ingvi skoraði það sem reyndist sigurmarkið í dag.
Arnór Ingvi skoraði það sem reyndist sigurmarkið í dag. @ifknorrkoping

Arnór Ingvi Traustason skoraði það sem reyndist sigurmark Norrköping í 2-1 útisigri liðsins á BK Häcken í sænsku úrvalsdeild karla.

Arnór Ingvi spilaði allan leikinn í liði Norrköping en hann var eini Íslendingurinn sem tók þátt í leiknum. Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í hópnum hjá Häcken og Ísak Andri ekki í hópnum hjá Norrköping.

Íslenski miðjumaðurinn skoraði annað mark Norrköping með góðu skoti í fyrstu snertingu eftir laglegan undirbúning Tim Prica en sá hafði skorað fyrra mark liðsins í fyrri hálfleik.

Heimamenn í Häcken minnkuðu muninn skömmu síðar en komust ekki nær og leiknum með 2-1 sigri gestanna. 

Eftir sigurinn er Norrköping með 10 stig í 6. sæti að loknum sex leikjum. Häcken er sæti ofar með jafn mörg stig.


Tengdar fréttir

Dúndurbyrjun hjá Gísla og félögum

Íslendingaliðið Halmstad komst upp í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Varnamo, 1-3, í dag. Góð byrjun lagði grunninn að sigri gestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×