Sjáðu og heyrðu sjónvarpslýsanda sturlast yfir Brynjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 11:31 Brynjólfur Willumsson á enn eftir að skora á þessu tímabili og skaut í stöngina úr þessu umrædda víti. Getty/Marc Atkins Íslenski knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Willumsson er ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá þeim sem lýsti leik Kristiansund og Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu. Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu. „Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan. „Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður. „Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn. TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni. Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan. Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark. Lyd PÅ! Dette er ekte lidenskap😍@KristiansundBK pic.twitter.com/4EEV8hjfSh— TV 2 Sport (@tv2sport) April 26, 2024 Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu. Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu. „Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan. „Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður. „Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn. TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni. Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan. Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark. Lyd PÅ! Dette er ekte lidenskap😍@KristiansundBK pic.twitter.com/4EEV8hjfSh— TV 2 Sport (@tv2sport) April 26, 2024
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira