Innlent

Komu litlum fiski­báti til bjargar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafbjörg kominn með fiskibátinn í tog.
Hafbjörg kominn með fiskibátinn í tog. Landsbjörg

Lítill fiskibátur missti vélarafl í mynni Seyðisfjarðar í hádeginu í dag og rak hægt til suðurs. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út vegna málsins.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að ekki hafi verið hætta á að báturinn ræki til lands. Rétt fyrir klukkan þrjú var búið að koma dráttartaug frá Hafbjörg í bátinn sem er nú á siglingu í hægum sjó til hafnar í Neskaupstað.

Áætluð koma þangað er um fimmleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×