Settur út af sakramentinu fyrir að stýra minningarstund um Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 10:24 Maður heldur á mynd af Alexei Navalní og blómi eftir að fréttir bárust af dauða hans í fangelsi í febrúar. Vísir/EPA Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur sett prest sem stýrði minningarathöfn um Alexei Navalní, stjórnarandstöðuleiðtogann, í þriggja ára bann. Hann þarf að láta sér nægja að lesa sálma þar til ákvörðun verður tekin um hvort hann fær aftur að starfa sem prestur. Engin ástæða var gefin fyrir refsingu Dmitrí Safronov í yfirlýsingu frá biskupsdæmi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann má ekki klæðast kufli, blessa fólk eða ganga með kross presta kirkjunnar fyrr en árið 2027. Safronov verður einnig færður í aðra kirkju þar sem hann fær það hlutverk að lesa sálma. „Við lok skriftasakramentsins [...] verður ákvörðun tekin um möguleikann á hvort hann gegni áfram prestsstörfum,“ sagði í yfirlýsingu kirkjunnar sem er einarður bandamaður Pútín forseta og styður innrás hans í Úkraínu með ráð og dáð. Þúsundir manna tók þátt í minningarathöfninni um Navalní sem Safronov stýrði í Moskvu 26. mars. Navalní lést skyndilega, aðeins 47 ára að aldri, í fangelsi við norðurheimskautið í febrúar. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta Rússlands og ríkisstjórnar hans um árabil. Navalní sakaði Pútín um að bera ábyrgð á því að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Eftir veikindin sneri Navalní heim til Rússlands þar sem hann var þegar handtekinn fyrir meint brot á skilorði fjársvikadóms sem hann hlaut á sínum tíma. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilorðið með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín. Á næstu árum var Navalní dæmdur fyrir fleiri meint brot sem byggðu meðal annars á því að rússnesk stjórnvöld skilgreindu stjórnmálasamtök hans afturvirkt sem ólögleg öfgasamtök. Foreldrar Navalní voru ósátt við að fá ekki að sjá lík sonar síns fyrr en nokkru eftir dauða hans. Sakaði móður hans yfirvöld um að ætla sér að grafa líkið í kyrrþey. Mál Alexei Navalní Rússland Trúmál Tengdar fréttir Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21 Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Engin ástæða var gefin fyrir refsingu Dmitrí Safronov í yfirlýsingu frá biskupsdæmi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann má ekki klæðast kufli, blessa fólk eða ganga með kross presta kirkjunnar fyrr en árið 2027. Safronov verður einnig færður í aðra kirkju þar sem hann fær það hlutverk að lesa sálma. „Við lok skriftasakramentsins [...] verður ákvörðun tekin um möguleikann á hvort hann gegni áfram prestsstörfum,“ sagði í yfirlýsingu kirkjunnar sem er einarður bandamaður Pútín forseta og styður innrás hans í Úkraínu með ráð og dáð. Þúsundir manna tók þátt í minningarathöfninni um Navalní sem Safronov stýrði í Moskvu 26. mars. Navalní lést skyndilega, aðeins 47 ára að aldri, í fangelsi við norðurheimskautið í febrúar. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta Rússlands og ríkisstjórnar hans um árabil. Navalní sakaði Pútín um að bera ábyrgð á því að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Eftir veikindin sneri Navalní heim til Rússlands þar sem hann var þegar handtekinn fyrir meint brot á skilorði fjársvikadóms sem hann hlaut á sínum tíma. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilorðið með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Berlín. Á næstu árum var Navalní dæmdur fyrir fleiri meint brot sem byggðu meðal annars á því að rússnesk stjórnvöld skilgreindu stjórnmálasamtök hans afturvirkt sem ólögleg öfgasamtök. Foreldrar Navalní voru ósátt við að fá ekki að sjá lík sonar síns fyrr en nokkru eftir dauða hans. Sakaði móður hans yfirvöld um að ætla sér að grafa líkið í kyrrþey.
Mál Alexei Navalní Rússland Trúmál Tengdar fréttir Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21 Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. 11. apríl 2024 22:21
Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17. apríl 2024 23:44
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44