Velkomin í Verbúðina II Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 15:11 Bjarkey var ekki tekin neinum silkihönskum þegar hún mælti fyrir sínu fyrsta frumvarpi. Jóhann Páll Samfylkingu er meðal þeirra sem lét hana heyra það. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39