Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2024 15:39 Kristrún segir frumvarpið sem Bjarkey mun mæla fyrir á morgun vera algerlega út úr öllu korti, til standi að veita sjókvíaeldismönnum leyfi um ókomna tíð. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. „Lengi getur vont versnað hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Nú ætlar þessi ríkisstjórn að gefa auðlindir þjóðarinnar — eða nánar tiltekið: Ríkisstjórnin ætlar að afhenda fiskeldisfyrirtækjum firðina okkar, varanlega. Með ótímabundnum rekstrarleyfum — sem hafa hingað til verið tímabundin, til 16 ára í senn og með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum,“ sagði Kristrún. Núverandi lög um fiskeldi eru frá árin 2008. Telji Matvælastofnun að umsókn um rekstrarleyfi fullnægi ekki skilyrðum laganna eftir auglýsingu um tillögu að rekstrarleyfi skal stofnunin gefa út rekstrarleyfi til 16 ára. Nýja frumvarpið um lagareldi kveður á um ótímabundin rekstrarleyfi. “Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið,” segir í greinargerð með frumvarpinu sem Bjarkey ætlar að leggja fram á morgun. Kristrún taldi ríkisstjórnina komna langt út af veginum. Hún sagði að nær öll þessi leyfi hafi verið gefin út án eldurgjalds á sínum tíma. En engu að síður ætli ríkisstjórnin núna að breyta lögum þannig að öll þessi rekstrarleyfi verði ótímabundin, og þar á meðal leyfi sem þegar hafa verið veitt, án endurgjalds. „Hvað gengur fólki eiginlega til?“ spurði Kristrún. Laxeldisfyrirtæki eignast firðina um aldur og ævi Kristrún sagði að Bjarkey hygðist mæla fyrir þessu frumvarpi á morgun. Og hafi hún tekið við þessu máli frá tveimur fyrrverandi matvælaráðherrum — fyrrverandi og núverandi foringjum Vinstri grænna. „Þetta sé stjórnmálaflokkur sem hefur á tyllidögum talað um „þjóðareign auðlinda“ — og mikilvægi þess að taka upp ákvæði um þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá, að vísu án árangurs. Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin?“ Kristrún spurði hvað hafi breyst? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja orkufyrirtæki fá ekki nema tímabundin rekstrarleyfi. „Ég spyr: Telur hæstvirtur ráðherra að það verði sátt um það í íslensku samfélagi að gefa laxeldisfyrirtækjum leyfi til að nota firðina okkar um aldur og ævi? Haldið þið í alvörunni að þjóðin geti sætt sig við þetta — að þetta sé leiðin til að skapa samfélagslega sátt um þessa atvinnugrein, og áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun?” Var ráðherra að viðurkenna mistök frá upphafi vega? Bjarkey sagði að það hafi borið á því í umræðunni og þess hafi sést staður í fjölmiðlum að það stæði til að gefa firðina. Og löggjöfin væri óljós varðandi þessi atriði. Bjarkey vildi hins vegar meina að matvælaráðuneytið vildi taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfið væri ótímabundið. Að það væru takmarkaðar heimildir að synja fyrirtæki starfsleyfi ef það stæði sig ekki, í raun litlar heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa. Hún sagði það svo í dag að rekstrarleyfishafi gæti farið á svig við skyldur og það væri erfitt að stöðva slíka atvinnustarfsemi innan þess 16 ára ramma sem frumvarpið sem Bjarkey ætlar að mæla fyrir á morgun, ætlunin sé að ná betur utan um þetta og að auðveldara að bregðast við ef frávik verða í rekstri. Kristrún sagði að hún heyrði ekki betur en að Bjarkey væri að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi gert mistök frá upphafi og lagt í þá vegferð að útdeila ótímabundnum leyfum. Hvort ekki væri nú nær að takmarka leyfin í stað þess að gera þau ótímabundin? Bjarkey sagði að málið ætti eftir að fara fyrir nefnd og það kæmu þá þar fram sjónarmið sem þurfa þykir og hægt að bregðast við þar og þá. Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Loftslagsmál Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
„Lengi getur vont versnað hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Nú ætlar þessi ríkisstjórn að gefa auðlindir þjóðarinnar — eða nánar tiltekið: Ríkisstjórnin ætlar að afhenda fiskeldisfyrirtækjum firðina okkar, varanlega. Með ótímabundnum rekstrarleyfum — sem hafa hingað til verið tímabundin, til 16 ára í senn og með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum,“ sagði Kristrún. Núverandi lög um fiskeldi eru frá árin 2008. Telji Matvælastofnun að umsókn um rekstrarleyfi fullnægi ekki skilyrðum laganna eftir auglýsingu um tillögu að rekstrarleyfi skal stofnunin gefa út rekstrarleyfi til 16 ára. Nýja frumvarpið um lagareldi kveður á um ótímabundin rekstrarleyfi. “Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið,” segir í greinargerð með frumvarpinu sem Bjarkey ætlar að leggja fram á morgun. Kristrún taldi ríkisstjórnina komna langt út af veginum. Hún sagði að nær öll þessi leyfi hafi verið gefin út án eldurgjalds á sínum tíma. En engu að síður ætli ríkisstjórnin núna að breyta lögum þannig að öll þessi rekstrarleyfi verði ótímabundin, og þar á meðal leyfi sem þegar hafa verið veitt, án endurgjalds. „Hvað gengur fólki eiginlega til?“ spurði Kristrún. Laxeldisfyrirtæki eignast firðina um aldur og ævi Kristrún sagði að Bjarkey hygðist mæla fyrir þessu frumvarpi á morgun. Og hafi hún tekið við þessu máli frá tveimur fyrrverandi matvælaráðherrum — fyrrverandi og núverandi foringjum Vinstri grænna. „Þetta sé stjórnmálaflokkur sem hefur á tyllidögum talað um „þjóðareign auðlinda“ — og mikilvægi þess að taka upp ákvæði um þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá, að vísu án árangurs. Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin?“ Kristrún spurði hvað hafi breyst? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja orkufyrirtæki fá ekki nema tímabundin rekstrarleyfi. „Ég spyr: Telur hæstvirtur ráðherra að það verði sátt um það í íslensku samfélagi að gefa laxeldisfyrirtækjum leyfi til að nota firðina okkar um aldur og ævi? Haldið þið í alvörunni að þjóðin geti sætt sig við þetta — að þetta sé leiðin til að skapa samfélagslega sátt um þessa atvinnugrein, og áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun?” Var ráðherra að viðurkenna mistök frá upphafi vega? Bjarkey sagði að það hafi borið á því í umræðunni og þess hafi sést staður í fjölmiðlum að það stæði til að gefa firðina. Og löggjöfin væri óljós varðandi þessi atriði. Bjarkey vildi hins vegar meina að matvælaráðuneytið vildi taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfið væri ótímabundið. Að það væru takmarkaðar heimildir að synja fyrirtæki starfsleyfi ef það stæði sig ekki, í raun litlar heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa. Hún sagði það svo í dag að rekstrarleyfishafi gæti farið á svig við skyldur og það væri erfitt að stöðva slíka atvinnustarfsemi innan þess 16 ára ramma sem frumvarpið sem Bjarkey ætlar að mæla fyrir á morgun, ætlunin sé að ná betur utan um þetta og að auðveldara að bregðast við ef frávik verða í rekstri. Kristrún sagði að hún heyrði ekki betur en að Bjarkey væri að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi gert mistök frá upphafi og lagt í þá vegferð að útdeila ótímabundnum leyfum. Hvort ekki væri nú nær að takmarka leyfin í stað þess að gera þau ótímabundin? Bjarkey sagði að málið ætti eftir að fara fyrir nefnd og það kæmu þá þar fram sjónarmið sem þurfa þykir og hægt að bregðast við þar og þá.
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Loftslagsmál Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00