Réðst á barn sem gerði dyraat Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Maðurinn réðst á drenginn sem ætlaði að gera dyraat. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast að ungum dreng. Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum. Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum.
Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira