Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 08:53 afbrotafræðingur um morð og hryðjuverk Vísir/Arnar Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. Síðustu tólf mánuði hafa átta einstaklingar verið myrtir á Íslandi. Nú síðast tveir um helgina. Annars vegar litáískur maður í sumarhúsabyggð á Suðurlandi og svo kona í fjölbýlishúsi á Akureyri. Helgi segir að ef litið sé á tölfræðina síðustu tíu árin séum við með að meðaltali þrjú til fjögur manndrápsmál á ári sem sé ekki mikið miðað við afbrotatíðni hér á landi. Helgi ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er einhver aukning en hún er í sjálfu sér í takt við mannfjöldaaukningu hér á landi,“ segir Helgi og að því sé ekki hægt að segja að fjölgun manndrápsmála sé ekki óeðlilega mikið. Auk þess séu engar eðlisbreytingar í manndrápsmálum. Þau eigi sér stað á milli hópa eða einstaklinga sem tengjast. Vinir, nákomnir og það sé oftast ágreiningur. Sjaldan séu manndrápin skipulögð og yfirleitt takist vel að rannsaka málin. „Þetta eru karlar að drepa karla, þetta eru karlar að drepa konur sem þeir eru í nánu sambandi við. Þessi mál upplýsast yfirleitt mjög fljótt. Þetta eru yfirleitt harmleikir og tengjast oft vímuefnum,“ segir Helgi og að þetta hafi ekki breyst síðustu áratugi. Rauðagerðismálið undantekning Það séu þó undantekningar og skýrasta undantekningin sé Rauðagerðismálið. Það sé annars konar manndrápsmál en hafi komið upp hér á landi „Það var skipulögð aftaka, mafíumorð, að kvöldi til fyrir utan heimili viðkomandi.“ Helgi segir að miðað við mannfjöldafjölgun á Íslandi séu manndrápsmál enn tiltölulega fá. En hvert þeirra snerti okkur. „Við erum það fá. Þegar við fáum tvö manndráp eins og við fengum núna á örfáum dögum er ekkert skrítið að okkur bregði,“ segir Helgi og að það komi ofan í óvenjulegt þjófnaðarmál í Hamraborginni. Þar var tugum milljóna stolið úr bíl frá Öryggismiðstöðinni. Helgi segir eðlilegt að fólk hugsi með sér þegar slíkt gerist að samfélagið sé einhvern veginn að breytast. Það megi þó hafa í huga að tíðni manndrápa er lægri á Norðurlöndum en í öðrum vestrænum löndum og á meðal Norðurlandanna er Ísland með lága tíðni, eins og Noregur. Finnland tróni á toppnum með fjölda manndrápa. Svíþjóð og Danmörk eru á milli en fleiri í Svíþjóð. Átta manndráp Málin átta sem er vísað til í fréttinni eru þau tvö sem vísað er til að ofan, í Kiðjabergi og á Akureyri. Auk þeirra eru það manndráp barns í Kópavogi í upphafi árs, manndráp karlmanns í Drangahrauni í Hafnafirði þar sem karlmaður varð öðrum karlmanni að bana, manndráp í miðborg Reykjavíkur þar sem karlmaður lést á skemmtistaðnum LÚX í kjölfar líkamsárásar. Svo er það manndráp í Bátavogi þar sem kona myrti tæplega sextugan karlmann, manndráp á Selfossi þar sem ung kona var myrt og svo manndrápsmál í Hafnarfirði þar sem ungmenni réðust að karlmanni og myrtu hann. Lögreglumál Dómsmál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Bítið Tengdar fréttir Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. 22. apríl 2024 15:57 Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. 22. apríl 2024 10:05 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Síðustu tólf mánuði hafa átta einstaklingar verið myrtir á Íslandi. Nú síðast tveir um helgina. Annars vegar litáískur maður í sumarhúsabyggð á Suðurlandi og svo kona í fjölbýlishúsi á Akureyri. Helgi segir að ef litið sé á tölfræðina síðustu tíu árin séum við með að meðaltali þrjú til fjögur manndrápsmál á ári sem sé ekki mikið miðað við afbrotatíðni hér á landi. Helgi ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er einhver aukning en hún er í sjálfu sér í takt við mannfjöldaaukningu hér á landi,“ segir Helgi og að því sé ekki hægt að segja að fjölgun manndrápsmála sé ekki óeðlilega mikið. Auk þess séu engar eðlisbreytingar í manndrápsmálum. Þau eigi sér stað á milli hópa eða einstaklinga sem tengjast. Vinir, nákomnir og það sé oftast ágreiningur. Sjaldan séu manndrápin skipulögð og yfirleitt takist vel að rannsaka málin. „Þetta eru karlar að drepa karla, þetta eru karlar að drepa konur sem þeir eru í nánu sambandi við. Þessi mál upplýsast yfirleitt mjög fljótt. Þetta eru yfirleitt harmleikir og tengjast oft vímuefnum,“ segir Helgi og að þetta hafi ekki breyst síðustu áratugi. Rauðagerðismálið undantekning Það séu þó undantekningar og skýrasta undantekningin sé Rauðagerðismálið. Það sé annars konar manndrápsmál en hafi komið upp hér á landi „Það var skipulögð aftaka, mafíumorð, að kvöldi til fyrir utan heimili viðkomandi.“ Helgi segir að miðað við mannfjöldafjölgun á Íslandi séu manndrápsmál enn tiltölulega fá. En hvert þeirra snerti okkur. „Við erum það fá. Þegar við fáum tvö manndráp eins og við fengum núna á örfáum dögum er ekkert skrítið að okkur bregði,“ segir Helgi og að það komi ofan í óvenjulegt þjófnaðarmál í Hamraborginni. Þar var tugum milljóna stolið úr bíl frá Öryggismiðstöðinni. Helgi segir eðlilegt að fólk hugsi með sér þegar slíkt gerist að samfélagið sé einhvern veginn að breytast. Það megi þó hafa í huga að tíðni manndrápa er lægri á Norðurlöndum en í öðrum vestrænum löndum og á meðal Norðurlandanna er Ísland með lága tíðni, eins og Noregur. Finnland tróni á toppnum með fjölda manndrápa. Svíþjóð og Danmörk eru á milli en fleiri í Svíþjóð. Átta manndráp Málin átta sem er vísað til í fréttinni eru þau tvö sem vísað er til að ofan, í Kiðjabergi og á Akureyri. Auk þeirra eru það manndráp barns í Kópavogi í upphafi árs, manndráp karlmanns í Drangahrauni í Hafnafirði þar sem karlmaður varð öðrum karlmanni að bana, manndráp í miðborg Reykjavíkur þar sem karlmaður lést á skemmtistaðnum LÚX í kjölfar líkamsárásar. Svo er það manndráp í Bátavogi þar sem kona myrti tæplega sextugan karlmann, manndráp á Selfossi þar sem ung kona var myrt og svo manndrápsmál í Hafnarfirði þar sem ungmenni réðust að karlmanni og myrtu hann.
Lögreglumál Dómsmál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Bítið Tengdar fréttir Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. 22. apríl 2024 15:57 Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. 22. apríl 2024 10:05 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. 22. apríl 2024 15:57
Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20
Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. 22. apríl 2024 10:05