Biðst afsökunar á að hafa kallað skemmdarvarginn „fífl“ Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 07:21 Fiskikóngurinn hefur kynnt sér málefni geðrænna vandamála síðustu daga og segist nú vita betur. Vísir/Vilhelm Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“. Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg
Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47
Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10