Enski boltinn

Fannst Pogba týna sjálfum sér eftir að hann varð heims­meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pogba smellir kossi á heimsmeistarastyttuna eftir úrslitaleik Frakklands og Króatíu á HM 2018. Frakkar unnu leikinn, 4-2, og skoraði Pogba þriðja mark þeirra í leiknum.
Paul Pogba smellir kossi á heimsmeistarastyttuna eftir úrslitaleik Frakklands og Króatíu á HM 2018. Frakkar unnu leikinn, 4-2, og skoraði Pogba þriðja mark þeirra í leiknum. getty/Matthias Hangst

José Mourinho segir að Paul Pogba hafi breyst eftir að hann varð heimsmeistari með franska landsliðinu 2018.

Pogba var keyptur til Manchester United 2016 og á fyrsta tímabili hans með liðinu vann það enska deildabikarinn og Evrópudeildina, undir stjórn Mourinhos. En samband þeirra súrnaði síðan og Mourinho var rekinn í desember 2018.

Pogba var í lykilhlutverki hjá franska landsliðinu sem vann HM í Rússlandi 2018. Mourinho fann breytingu á honum eftir að sneri aftur til United.

„Það eina sem ég segi er að það gerist með nánast alla á einhverjum tíma á ferlinum; þú tapar því aðeins hver þú ert og hvað þú verður að vera,“ sagði Mourinho við Telegraph.

„Tímabilið eftir að Frakkland vann HM fannst mér Paul vera breyttur. Eftir heimsmeistaratitilinn var fótboltinn ekki lengur það mikilvægasta hjá honum.“

Pogba var á dögunum dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta eftir að hann féll á lyfjaprófi. Mourinho gleðst ekki yfir óförum Frakkans.

„Ég nýt þessi ekki að horfa á stöðuna sem Paul er í,“ sagði Mourinho sem hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Roma í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×