Innlent

Viða­miklar breytingar  gerðar á örorkulífeyriskerfinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við félags- og vinnumarkaðsráðherra sem kynnir í dag viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem eiga að fela í sér bætta þjónustu, hvata til atvinnuþátttöku og betri kjör.

Einnig verður fjallað um nýjustu fylgiskönnunina fyrir komandi forsetakosningar þar sem enn er mjótt á munum milli Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar. Halla Hrund virðist einnig sækja í sig veðrið. 

Þá verður fjallað um átök innan Samfylkingarinnar og hvatningu um að Íslendingar hugi betur að bólusetningum áður en haldið er í ferðalög.

Í sportpakkanum verður síðan fjallað um stórleik í Bestu deild karla í gærkvöldi og  þá unnu Valsmenn góðan sigur í Evrópukeppninni í handbolta. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 22. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×