Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 23:16 Mikil óvissa er enn um framtíð atvinnureksturs í bænum þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember. Vísir/Arnar Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði. Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira