Fótbolti

Sverrir og fé­lagar töpuðu toppslagnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sverrir Ingi Ingason í baráttu um boltann við leikmann Bronby.
Sverrir Ingi Ingason í baráttu um boltann við leikmann Bronby. Getty/Lars Ronbog

Midtjylland tapaði toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar 2-1 fyrir Brøndby í afar mikilvægum leik. 

Sverrir Ingi Ingason byrjaði að venju í vörninni hjá Midtjylland. Hann var svo tekinn af velli á 87. mínútu. 

Heimamenn Brøndby komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Yuito Suzuki skoraði bæði mörkin. 

Félagi Sverris í vörninni, Mads Bech Sørensen, minnkaði muninn fyrir Midtjylland snemma í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora aftur og jafna leikinn. Brøndby fór því með öll þrjú stigin úr þessum mikilvæga leik. 

Brøndby er nú í efsta sæti deildarinnar með 55 stig, Midtjylland er í 2. sæti með 52 stig. FCK fylgir þeim fast eftir með 49 stig. 

Sex umferðir eru eftir og liðin mætast aftur innbyrðis í þarnæstu umferð, þann 5. maí. Bæði Brøndby og Midtjylland eiga eftir einn leik við FCK. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×