Blöskrar fordómafull ummæli um pabba sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2024 19:14 Álfrún lengst til hægri ásamt fjölskyldu Baldurs og Felix. Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook. Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“ Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“
Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira