Gleðiefnið var að íslenska landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir er komin aftur inn á völlinn.
Kristín Dís Árnadóttir var að venju í byrjunarliði Bröndby sem hægri bakvörður. Hafrún byrjaði líka og lék sinn fyrsta leik í mánuð. Hafrún hafði misst af þremur síðustu leikjum Bröndby vegna meiðsla og var heldur ekki með í íslenska landsliðinu í síðasta glugga.
Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Köge á 67. mínútu.
Bröndby komst í 1-0 með marki Cecilie Buchberg á 25. mínútu en Olivia Garcia jafnaði fyrir Köge í uppbótatíma fyrri hálfleiks.
Bröndby er með tveggja stiga forskot á Nordsjælland en það lið á leik inni og getur því tekið toppsætið. Köge er í þriðja sætinu, þremur stigum á eftir Bröndby. Það er því mikil spenna í titilslagnum.