Xabi Alonso tók metið af Conte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 14:31 Xabi Alonso með Victor Boniface, leikmanni Leverkusen, eftir leikinn á móti West Ham í London í gærkvöldi. AP/Kin Cheung Bayer Leverkusen tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær og um leið nýtt glæsilegt met. Leverkusen hefur nú leikið 44 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þýska liðið hefur ekki tapað á öllu tímabilinu. Leverkusen vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á móti West Ham í átta liða úrslitunum og mátti því tapa með einu marki í gær. West Ham komst líka 1-0 yfir í leiknum en Jeremie Frimpong jafnaði metin fyrir þýska liðið mínútu fyrir leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem lærisveinar Xabi Alonso koma í veg fyrir ósigur á leiktíðinni með dramatískum mörkum í lokin. Bayer Leverkusen have set the longest unbeaten run ever by a team in Europe's top five leagues.44 games38 wins6 draws0 lossesXabi Alonso pic.twitter.com/XpE7PvCUbI— Football Talk (@FootballTalkHQ) April 19, 2024 Með þessu jafntefli og 44 leikjum taplausum leikjum í röð var ljóst að metið er fallið í fimm stærstu deildum Evrópu. Áður hafði lið mest leikið 43 leiki í röð án þess að tapa í þessum fimm toppdeildum sem eru á Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi og á Ítalíu. Það var lið Juventus undir stjórn Antonio Conte frá maí 2011 til maí 2012. Þetta þýðir auðvitað að Leverkusen á enn möguleika á mörgum titlum á þessari leitkíð. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Auk þess að vera í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Roma frá Ítalíu, þá er liðið einnig komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Kaiserslautern. Bayer Leverkusen er með 25 sigra og 4 jafntefli í 29 leikjum í þýsku deildinni, liðið er með fimm sigra í þýska bikarnum og er með átta sigra og tvö jafntefli í Evrópudeildinni. Þetta gerir því 38 sigrar og sex jafntefli í 44 leikjum. Leverkusen write their name in the history books pic.twitter.com/OI0RW7dITa— LiveScore (@livescore) April 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Leverkusen hefur nú leikið 44 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þýska liðið hefur ekki tapað á öllu tímabilinu. Leverkusen vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á móti West Ham í átta liða úrslitunum og mátti því tapa með einu marki í gær. West Ham komst líka 1-0 yfir í leiknum en Jeremie Frimpong jafnaði metin fyrir þýska liðið mínútu fyrir leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem lærisveinar Xabi Alonso koma í veg fyrir ósigur á leiktíðinni með dramatískum mörkum í lokin. Bayer Leverkusen have set the longest unbeaten run ever by a team in Europe's top five leagues.44 games38 wins6 draws0 lossesXabi Alonso pic.twitter.com/XpE7PvCUbI— Football Talk (@FootballTalkHQ) April 19, 2024 Með þessu jafntefli og 44 leikjum taplausum leikjum í röð var ljóst að metið er fallið í fimm stærstu deildum Evrópu. Áður hafði lið mest leikið 43 leiki í röð án þess að tapa í þessum fimm toppdeildum sem eru á Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi og á Ítalíu. Það var lið Juventus undir stjórn Antonio Conte frá maí 2011 til maí 2012. Þetta þýðir auðvitað að Leverkusen á enn möguleika á mörgum titlum á þessari leitkíð. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Auk þess að vera í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Roma frá Ítalíu, þá er liðið einnig komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Kaiserslautern. Bayer Leverkusen er með 25 sigra og 4 jafntefli í 29 leikjum í þýsku deildinni, liðið er með fimm sigra í þýska bikarnum og er með átta sigra og tvö jafntefli í Evrópudeildinni. Þetta gerir því 38 sigrar og sex jafntefli í 44 leikjum. Leverkusen write their name in the history books pic.twitter.com/OI0RW7dITa— LiveScore (@livescore) April 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu