Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2024 13:51 Niðurstaða ríkissaksóknara er sú afturkalla skuli ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra um niðurfellingu á rannsókn á slysasleppingum úr sjókvíum fyrir vestan. vísir/einar/lögreglan Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara eftir að ákvörðun Helga var kærð til hans. Andstæðingar sjókvíaeldis fagna. Niðurstaða hans var að um væri að ræða hagsmuni alls almennings og því ekki loku fyrir skotið að kærendur hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Enda liggur fyrir að mikill fjöldi eldislaxa slapp úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm en laxar sem raktir hafa verið til umræddrar kvíar hafa veiðst í ám landsins. „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum. Verða kærur kærenda því teknar til efnislegrar skoðunar,“ segir meðal annars í ítarlegri niðurstöðu Ríkissaksóknara. Ásetningur sem og gáleysi nægi til refsiábyrðar Ríkissaksóknari segir jafnframt að umbúnaði við fiskeldið hafi verið áfátt og ekki farið eftir gildandi verklagsreglum og ákvæðum reglugerðar né laga sem um starfsemina gilda. Þetta leiddi til þess að eldisfiskur slapp úr fiskeldisstöðinni. „Þá liggur ekkert fyrir um að kærði eða aðrir sem refsiábyrgð bera samkvæmt refsiákvæðinu hafi aðhafst til að tryggja að unnið væri eftir verklagsreglum.“ Samkvæmt ákvæðinu bera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstrarleyfishafa refsiábyrgð. Kærði er samkvæmt eigin framburði forstjóri ASF og nú skráður sem stjórnarformaður. Á þeim tíma sem meint brot átti sér stað var Hildur Árnadóttir skráður stjórnarformaður. Bæði eru þau nú skráð sem raunverulegir eigendur ASF. Ekki var tekin skýrsla af Hildi Árnadóttur við rannsókn málsins, þrátt fyrir að hún hafi á þeim tíma verð skráður stjórnarformaður ASF.“ Ákvörðun ríkissaksóknara er afdráttarlaus. Hann segir að ásetningur og gáleysi nægi til refsiábyrðar. „Ríkissaksóknari fellst ekki á túlkun lögreglustjóra á orðalaginu ,„ef sakir eru miklar“. Tekið er undir túlkun kærenda á að orðalagið vísi til þess að refsimörkin séu fésekt en ef sakir eru miklar geti refsing orðið allt að tveggja ára fangelsi. Helgi misskildi eða skildi ekki túlkun refsiábyrgða Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, er einn kærenda en þeir voru alls um þrjátíu talsins. Hann segir í samtali við Vísi að nú hljóti Lögreglustjórinn á Vestfjörðum að taka málið upp aftur og rannsaki það þá af alvöru. Spurður hvort hann sé hæfur til þess eftir það sem á undan sé gengið segir Gunnar Örn að þeir hafi, á sínum tíma, bent á ákveðna hættu á vanhæfi. „Það var ekki fjallað efnislega um það í þessari niðurstöðu. Og þarf að una því. En þetta er góð viðurkenning á því að aldrei var framkvæmd nein rannsókn. Þetta er vel ígrunduð ákvörðun ríkissaksóknara þar sem hann metur ýmsa þætti málsins. Og fjallar í löngu máli um misskilning lögreglustjórans á túlkun refsiákvæða.“ Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Dómsmál Lögreglumál Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Erlent Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Erlent Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum Innlent Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Erlent Átta látnir hið minnsta eftir að kviknaði í loftbelg Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump Erlent Sigríður fannst heil á húfi Innlent Sögulega lítið fylgi Framsóknar, veiðigjöld og Íran Innlent Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni Innlent Fleiri fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Íranir án bandamanna, svimandi hátt verðlag og krísa í Kattholti Sögulega lítið fylgi Framsóknar, veiðigjöld og Íran Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum Tveir handteknir grunaðir um eignaspjöll Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Þriðjungur þjóðarinnar á Chess.com „Glæpsamlegar árásir,“ gæludýr í fjölbýli og gleði með Messi Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði Braust inn í íbúð í Laugardalnum og allir voru heima Lakasta þátttakan meðal kynsegin fólks Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Sigríður fannst heil á húfi Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar stunguárásar Þyrlan send út vegna göngumanns í sjálfheldu Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Ógnarhópar með tengsl við Kína, Aþena og hinseginhátíð í Hrísey Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað „Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“ Kattholt yfirfullt Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Sjá meira
Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara eftir að ákvörðun Helga var kærð til hans. Andstæðingar sjókvíaeldis fagna. Niðurstaða hans var að um væri að ræða hagsmuni alls almennings og því ekki loku fyrir skotið að kærendur hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Enda liggur fyrir að mikill fjöldi eldislaxa slapp úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm en laxar sem raktir hafa verið til umræddrar kvíar hafa veiðst í ám landsins. „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum. Verða kærur kærenda því teknar til efnislegrar skoðunar,“ segir meðal annars í ítarlegri niðurstöðu Ríkissaksóknara. Ásetningur sem og gáleysi nægi til refsiábyrðar Ríkissaksóknari segir jafnframt að umbúnaði við fiskeldið hafi verið áfátt og ekki farið eftir gildandi verklagsreglum og ákvæðum reglugerðar né laga sem um starfsemina gilda. Þetta leiddi til þess að eldisfiskur slapp úr fiskeldisstöðinni. „Þá liggur ekkert fyrir um að kærði eða aðrir sem refsiábyrgð bera samkvæmt refsiákvæðinu hafi aðhafst til að tryggja að unnið væri eftir verklagsreglum.“ Samkvæmt ákvæðinu bera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstrarleyfishafa refsiábyrgð. Kærði er samkvæmt eigin framburði forstjóri ASF og nú skráður sem stjórnarformaður. Á þeim tíma sem meint brot átti sér stað var Hildur Árnadóttir skráður stjórnarformaður. Bæði eru þau nú skráð sem raunverulegir eigendur ASF. Ekki var tekin skýrsla af Hildi Árnadóttur við rannsókn málsins, þrátt fyrir að hún hafi á þeim tíma verð skráður stjórnarformaður ASF.“ Ákvörðun ríkissaksóknara er afdráttarlaus. Hann segir að ásetningur og gáleysi nægi til refsiábyrðar. „Ríkissaksóknari fellst ekki á túlkun lögreglustjóra á orðalaginu ,„ef sakir eru miklar“. Tekið er undir túlkun kærenda á að orðalagið vísi til þess að refsimörkin séu fésekt en ef sakir eru miklar geti refsing orðið allt að tveggja ára fangelsi. Helgi misskildi eða skildi ekki túlkun refsiábyrgða Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, er einn kærenda en þeir voru alls um þrjátíu talsins. Hann segir í samtali við Vísi að nú hljóti Lögreglustjórinn á Vestfjörðum að taka málið upp aftur og rannsaki það þá af alvöru. Spurður hvort hann sé hæfur til þess eftir það sem á undan sé gengið segir Gunnar Örn að þeir hafi, á sínum tíma, bent á ákveðna hættu á vanhæfi. „Það var ekki fjallað efnislega um það í þessari niðurstöðu. Og þarf að una því. En þetta er góð viðurkenning á því að aldrei var framkvæmd nein rannsókn. Þetta er vel ígrunduð ákvörðun ríkissaksóknara þar sem hann metur ýmsa þætti málsins. Og fjallar í löngu máli um misskilning lögreglustjórans á túlkun refsiákvæða.“
Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Dómsmál Lögreglumál Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Erlent Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Erlent Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum Innlent Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Erlent Átta látnir hið minnsta eftir að kviknaði í loftbelg Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump Erlent Sigríður fannst heil á húfi Innlent Sögulega lítið fylgi Framsóknar, veiðigjöld og Íran Innlent Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni Innlent Fleiri fréttir Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Íranir án bandamanna, svimandi hátt verðlag og krísa í Kattholti Sögulega lítið fylgi Framsóknar, veiðigjöld og Íran Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum Tveir handteknir grunaðir um eignaspjöll Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Þriðjungur þjóðarinnar á Chess.com „Glæpsamlegar árásir,“ gæludýr í fjölbýli og gleði með Messi Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði Braust inn í íbúð í Laugardalnum og allir voru heima Lakasta þátttakan meðal kynsegin fólks Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Sigríður fannst heil á húfi Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar stunguárásar Þyrlan send út vegna göngumanns í sjálfheldu Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Ógnarhópar með tengsl við Kína, Aþena og hinseginhátíð í Hrísey Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað „Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“ Kattholt yfirfullt Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Sjá meira
Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Erlent
Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Erlent