Fótbolti

Sjáðu ó­trú­lega vítakeppni gær­kvöldsins: „Vá hvað þetta var skrýtið“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Silva átti ævintýralega slaka spyrnu.
Silva átti ævintýralega slaka spyrnu. Getty

Vítaspyrnukeppni gærkvöldsins milli Manchester City og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu var mögnuð. Miklar sviptingar voru í keppninni og margt sem gekk á.

Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason lýstu leik Manchester City og Real Madrid í gær sem lauk með 1-1 jafntefli. Framlengja þurfti leikinn eftir 3-3 jafntefli í fyrri leiknum og eftir markalausa framlengingu var haldið í vítakeppni.

Real Madrid vann þá vítakeppni 4-3 þar sem gekk á ýmsu. City komst 1-0 yfir eftir klúður Luka Modric en Real sneri dæminu við. Andriy Lunin varði furðulega spyrnu Bernando Silva eftir ráðleggingar frá varamarkverðinum Kepa Arrizabalaga og Antonio Rudiger benti Lunin á hvert fyrrum liðsfélagi hans Mateo Kovacic myndi skjóta.

Á köflum lá við að Gummi og Kjartan væru orðlausir yfir því sem gekk á en stórskemmtilega vítakeppnina má sjá í spilaranum að neðan. Mörkin úr leikjunum tveimur má einnig sjá að neðan.

Klippa: Gummi Ben og Kjartan Henry missa sig yfir vítakeppni City og Real

Klippa: Mörkin úr leik Manchester City og Real Madrid

Klippa: Mark Bayern Munchen gegn Arsenal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×