Liður í uppbyggingunni að fólk geti sest niður og unnið úr áfallinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2024 11:31 Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, segir ákveðin tímamót að safnskólar verði ekki fyrir grindvísk börn næsta vetur. Vísir/Arnar Á næsta skólaári munu leik- og grunnskólabörn úr Grindavík sækja skóla næst sínu heimili og safnskólar verða lagðir af. Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir um tímamót að ræða en Grindavíkurbær tilkynnti um þetta í gær Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænum á fjórum stöðum. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að með þessari ákvörðun vilji bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barnanna og minnka álag á fjölskyldur. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forstjóri bæjarstjórnar Grindavíkur, segir þessa ákvörðun fela í sér augljósar breytingar fyrir nemendur, fjölskyldur og starfsfólk. Nú sé í undirbúningi aðgerðapakki með þeim tillögum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í gær. „Það eru markmið undir þeim sem grípa nemendur og fjölskyldur og starfsfólk. Við þurfum einhvern vegin að koma því frá okkur að við þurfum að halda í samfélagið og erum með leiðir fyrir nemendur til að hittast. Þetta er bara tímabundið, við erum ekki að leggja stofnanir niður heldur erum við að horfa til næsta skólaárs,“ segir Ásrún í samtali við fréttastofu. Á barnaþingi sem haldið var nýlega á vegum Umboðsmanns barna hafi grindvísk börn sjálf lagt til ýmsar leiðir fyrir þau til að hittast. Má þar nefna sumarbúðir fyrir börn frá Grindavík og félagsmiðstöð. „Það er líka verið að vinna út frá þeirra óskum. Við erum því miður líka að horfa til þess að það eru ekki allar fjölskyldur búnar að setjast niður og finna varanlegan stað. Það þarf að mæta því líka,“ segir Ásrún. „Þetta er stórt og viðamikið verkefni og við viljum fá aðstoð ríkisins við að grípa fólkið okkar.“ Það séu ákveðin tímamót að ákvörðun hafi verið tekin um að leggja safnskólana af. „Safnskólar eru ákveðið neyðarúrræði í náttúruhamförum og við vorum alltaf með þá von í brjósti að við gætum snúið heim fyrr. Við teljum það líka lið í uppbyggingunni að fólk setjist niður og fari að vinna úr áfallinu og geti stigið sterkara til baka og eyða þessari óvissu,“ segir Ásrún. „Það er líka mikil óvissa varðandi leikskólamálin, það er ekkert endilega útséð að grindvísk börn komist á leikskóla. Það eru biðlistar og við vitum bara til dæmis hvernig staðan er hérna í höfuðborginni. En það er verið að horfa til þess að gera einhverja samninga, vera kannski með einhverja fylgd og við þurfum svo bara að bregðast við þegar við vitum meira.“ Grindavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39 Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00 Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Grindavíkurbær tilkynnti um þetta í gær Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænum á fjórum stöðum. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að með þessari ákvörðun vilji bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barnanna og minnka álag á fjölskyldur. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forstjóri bæjarstjórnar Grindavíkur, segir þessa ákvörðun fela í sér augljósar breytingar fyrir nemendur, fjölskyldur og starfsfólk. Nú sé í undirbúningi aðgerðapakki með þeim tillögum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í gær. „Það eru markmið undir þeim sem grípa nemendur og fjölskyldur og starfsfólk. Við þurfum einhvern vegin að koma því frá okkur að við þurfum að halda í samfélagið og erum með leiðir fyrir nemendur til að hittast. Þetta er bara tímabundið, við erum ekki að leggja stofnanir niður heldur erum við að horfa til næsta skólaárs,“ segir Ásrún í samtali við fréttastofu. Á barnaþingi sem haldið var nýlega á vegum Umboðsmanns barna hafi grindvísk börn sjálf lagt til ýmsar leiðir fyrir þau til að hittast. Má þar nefna sumarbúðir fyrir börn frá Grindavík og félagsmiðstöð. „Það er líka verið að vinna út frá þeirra óskum. Við erum því miður líka að horfa til þess að það eru ekki allar fjölskyldur búnar að setjast niður og finna varanlegan stað. Það þarf að mæta því líka,“ segir Ásrún. „Þetta er stórt og viðamikið verkefni og við viljum fá aðstoð ríkisins við að grípa fólkið okkar.“ Það séu ákveðin tímamót að ákvörðun hafi verið tekin um að leggja safnskólana af. „Safnskólar eru ákveðið neyðarúrræði í náttúruhamförum og við vorum alltaf með þá von í brjósti að við gætum snúið heim fyrr. Við teljum það líka lið í uppbyggingunni að fólk setjist niður og fari að vinna úr áfallinu og geti stigið sterkara til baka og eyða þessari óvissu,“ segir Ásrún. „Það er líka mikil óvissa varðandi leikskólamálin, það er ekkert endilega útséð að grindvísk börn komist á leikskóla. Það eru biðlistar og við vitum bara til dæmis hvernig staðan er hérna í höfuðborginni. En það er verið að horfa til þess að gera einhverja samninga, vera kannski með einhverja fylgd og við þurfum svo bara að bregðast við þegar við vitum meira.“
Grindavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39 Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00 Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39
Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00
Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00