Erlent

Réði líf­vörð eftir á­rásina á banda­mann Navalnís

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Alexei Navalní lést á dularfullan hátt í fangelsi á rússneskri fanganýlendu þann 15. febrúar síðastliðinn. 
Alexei Navalní lést á dularfullan hátt í fangelsi á rússneskri fanganýlendu þann 15. febrúar síðastliðinn.  EPA

Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 

Navalnaya sagði í viðtali við Time Magazine að eftir að Lenoid Volkov, vopnabróðir Navalnís, varð fyrir fólskulegri hamarsárás hafi hún ákveðið að ráða lífvörð öryggis hennar vegna. 

Volkov sat í bíl fyrir utan heimili sitt í Vilníus þann 12. mars þegar árásarmaður veittist að honum með hamri og táragasi. 

Fram kemur í frétt Reuters að leyniþjónustan í Litháen hafi sakað leyniþjónustuna í Rússlandi um verknaðinn. 

Þrátt fyrir að árásin hafi orðið til þess að Navalnaya ákvað að bæta eigið öryggi segist hún ætla að halda baráttu eiginmannsins áfram. „Við höfum hugsað um að setja okkur nokkrar öryggisreglur. En í hreinskilni sagt líkar mér ekki vel við að ganga um með lífvörð,“ sagði Navalnaya við blaðamann Time.


Tengdar fréttir

Sjálfs­ævi­saga Naval­ní væntan­leg í haust

Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum.

Navalní borinn til grafar

Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima.

Hótuðu að vanhelga lík Navalní

Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×