„Ég get ekki fundið réttu orðin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2024 22:32 Mikel Arteta vonsvikinn á hliðarlínunni. Vísir/Getty Mikel Arteta sagðist eiga erfitt með að finna orðin til að hressa leikmenn sína við eftir tapið gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir Arsenal hafa gefið Bayern tvö mörk í fyrri leiknum. Í augnablikinu eru allir miður sín í búningsklefanum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Ég get ekki fundið réttu orðin til að hressa leikmennina við. Ég vildi óska þess að ég gæti það. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Areta og bætti við að liðið hefði viljað komast í undanúrslit eða úrslit eftir að hafa verið fyrir utan Meistaradeildina síðustu sjö tímabilin. „Okkur langaði þetta mjög mikið en þú getur séð að hjá sumum liðum tekur það sex til sjá ár að komast þetta langt. Við vorum mjög nálægt því, það er raunveruleikinn.“ „Við þurfum að fara í gegnum þennan sársauka í dag og á morgun, koma okkur á fætur með sama viðhorfi og við sýndum hér og vonandi vinna Úlfana,“ en Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City. „Gáfum þeim tvö mörk“ Hann segir að mistök í fyrri leik liðanna hafi verið dýrkeypt. „Við reyndum á móti liði sem er með mikla reynslu og í gegnum einvígið hafa þetta verið lítil atriði. Við vorum betri á köflum.“ „Við gáfum þeim tvö mörk og í einvíginu var það mjög mikið forskot að gefa.“ Hann segir að það hafi ekkert pláss verið fyrir mistök og að liðið hafi gert stór mistök í vítateignum þegar Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld. Arteta og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern takast í hendur eftir leik.Vísir/Getty „Það er á þessum tímapunkti sem þarf að standa með leikmönnum og styðja þá. Við þurfum að standa með þeim því það eru þeir sem hafa farið með okkur í þetta ferðalag.“ „Það þurfti mistök eða einverja töfra til að opna þetta einvígi. Við náðum ekki að vinna fyrri leikinn eins og við hefðum getað gert. Við vorum betri en þeir þá og í kvöld vorum við með yfirburði á köflum en þú þarft neista í teignum til að ná sigrinum.“ Hann sagði tímabilið þó hvergi nærri búið. „Það sem er eftir fyrir okkur að spila um er fallegt.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sjá meira
Í augnablikinu eru allir miður sín í búningsklefanum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Ég get ekki fundið réttu orðin til að hressa leikmennina við. Ég vildi óska þess að ég gæti það. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Areta og bætti við að liðið hefði viljað komast í undanúrslit eða úrslit eftir að hafa verið fyrir utan Meistaradeildina síðustu sjö tímabilin. „Okkur langaði þetta mjög mikið en þú getur séð að hjá sumum liðum tekur það sex til sjá ár að komast þetta langt. Við vorum mjög nálægt því, það er raunveruleikinn.“ „Við þurfum að fara í gegnum þennan sársauka í dag og á morgun, koma okkur á fætur með sama viðhorfi og við sýndum hér og vonandi vinna Úlfana,“ en Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City. „Gáfum þeim tvö mörk“ Hann segir að mistök í fyrri leik liðanna hafi verið dýrkeypt. „Við reyndum á móti liði sem er með mikla reynslu og í gegnum einvígið hafa þetta verið lítil atriði. Við vorum betri á köflum.“ „Við gáfum þeim tvö mörk og í einvíginu var það mjög mikið forskot að gefa.“ Hann segir að það hafi ekkert pláss verið fyrir mistök og að liðið hafi gert stór mistök í vítateignum þegar Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld. Arteta og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern takast í hendur eftir leik.Vísir/Getty „Það er á þessum tímapunkti sem þarf að standa með leikmönnum og styðja þá. Við þurfum að standa með þeim því það eru þeir sem hafa farið með okkur í þetta ferðalag.“ „Það þurfti mistök eða einverja töfra til að opna þetta einvígi. Við náðum ekki að vinna fyrri leikinn eins og við hefðum getað gert. Við vorum betri en þeir þá og í kvöld vorum við með yfirburði á köflum en þú þarft neista í teignum til að ná sigrinum.“ Hann sagði tímabilið þó hvergi nærri búið. „Það sem er eftir fyrir okkur að spila um er fallegt.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Sjá meira