Forseti Frakklands setur pressu á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sjá Kylian Mbappe spila á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Visionhaus Kylian Mbappé er enn leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain en engu að síður hefur spænska félagið Real Madrid fengið ákall frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands vegna franska landsliðsframherjans. Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM. Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM.
Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira