Fótbolti

Rugluðust al­veg og réðust á rútu með eigin leik­mönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúta Barcelona liðsins var vel merkt en það dugði samt ekki til.
Rúta Barcelona liðsins var vel merkt en það dugði samt ekki til. Getyy/Adria Puig

Leikmenn Barceolona fengu kannski skýr fyrirheit um hvernig gærkvöldið myndi þróast í Meistaradeildinni á leið sinni á leikinn.

Barcelona vann fyrri leikinn, var á heimavelli og komst yfir í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 4-1 tap á móti Paris Saint Germain og það að vera úr leik í Meistaradeildinni.'

Barcelona gat ekki spilað á heimavelli sínum á þessu tímabili þar sem verið er að endurbyggja Nývang. Liðið spilaði þess í stað á Ólympíuleikvanginum í Barcelona.

Stuðningsmenn Barcelona ætluðu að senda gestunum frá París skýr skilaboð fyrir leik en eitthvað rugluðust þeir í ríminu.

Þeir hófu nefnilega að kasta öllu lauslegu í rútu Barcelona þegar hún mætti á svæðið með þeirra eigin leikmenn.

Það var ekki nóg fyrir þessu æstu og ástríðufullu stuðningsmenn að rútan var vel merkt félaginu.

Auðvitað er aldrei gott þegar stuðningsmenn ráðast á rútur andstæðinganna enda mikil hætta á slysi en það að ráðast á eigin rútu er eins vandræðalegt og rekstur Barcelona undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×