Gervigreind býr til myndir fyrir DV Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 15:52 DV hefur notað gervigreind í myndavinnslu við fréttaskrif sín. Vísir/Vilhelm Getty/Andriy Onufriyenko DV hefur gripið til þess ráðs að láta gervigreind búa til myndir sem notaðar eru í fréttavinnslu. Björn Þorfinnsson ritstjóri segir þægilegt að geta notað þessa tækni þegar illa gengur að finna heppilegar myndir í myndabönkum. Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn. Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Í gær birtist frétt á vef DV um það á hvaða aldri ungt fólk flytur að heiman í Evrópu. Forsíðumynd fréttarinnar er ungur maður sem heldur á tveimur kössum fyrir framan reisulegt hús, en gervigreindarforritið OpenartAI er titlað sem höfundur myndarinnar. Frumleg myndanotkun höfuðeinkenni DV Björn Þorfinnsson ritstjóri DV segir miðilinn vera mjög frjálslegan í myndanotkun, klipptar samsettar myndir og önnur frumleg myndanotkun hafi orðið einkenni DV síðastliðin ár. „Við erum búin að vera kaupa oft einhverjar „stock photos“ og slíkt þegar við erum að myndskreyta fréttir sem snúa að einhverjum almennum hlutum eins og til dæmis þessi frétt,“ segir Björn. Hann segir blaðamenn sína undanfarið hafa verið að prófa sig áfram með gervigreindarforritin og athugað hvað kemur út úr þeim, í stað þess að kaupa myndir frá myndabönkum. Björn Þorfinnsson fyrir miðju er ritstjóri DV. Hér sést hann ásamt samstarfsmönnum á DV, Kristni Hauki og Einari Þór. Myndavalið tengist fréttinni óbeint, en myndin er sú eina sem til er í myndabanka Vísis af Birni.Vísir/Vilhelm Björn rifjar það upp þegar blaðamenn DV settu mikið púður í að sviðsetja og sitja jafnvel sjálfir fyrir þegar mynd vantaði fyrir frétt sem verið var að vinna. Þá hafi blaðamenn til dæmis sviðsett vændiskaup, eða sýnt mikla leikræna tilburði og þóst vera mjög miður sín yfir einhverju til að myndskreyta fréttir. Mikil vinna var lögð í þessa myndavinnslu í gamla daga. „Nú er það þannig að maður leitar að svona myndum í myndabönkunum, en gervigreindin kemur með nýja vídd út í þetta,“ segir Björn. Hann segir DV vera feta ótroðnar lendur hvað gervigreindina varðar. Myndin frá DV sem um ræðir, ungur maður flytur að heiman.Kristinn H. Gunnarsson/DV/OpenartAI Miklar tækniframfarir hafa orðið á sviði gervigreindar síðastliðin ár og notkun hennar færst verulega í aukana. Hægt er að nota gervigreind til upplýsingaöflunar, textaskrifa og listasköpunar svo fáein dæmi séu tekin. Björn segir að þetta muni kannski koma til með að leysa „stock photos“ myndabanka af hólmi, en hann dragi mörkin þar. DV ætlar ekki að notfæra sér gervigreindina þegar mynd vantar af einstaklingum eða þess háttar. Veit ekki hver á myndina Björn segir að hann sé ekki búinn að fá það á hreint hvort myndir eftir gervigreindarforrit séu höfundarréttindavarðar, eða þá hver eigi myndina. Óljóst er hvort notandinn sem biður um upplýsingarnar eða gervigreindin sjálf eigi einhvern höfundarrétt á myndinni. „Það er reyndar mjög forvitnilegt að spá í þvi hver eigi réttinn á myndinni, en ég myndi allavega halda að notandinn sem bjó hana til ætti heiðurinn af henni,“ segir Björn.
Gervigreind Fjölmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira