Með kíló af kókaíni og annað af amfetamíni í farangrinum Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2024 13:17 Maðurinn var dæmdur í 34 mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann, Jose Martin Tobon Medina, í tveggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla einu kílói af kókaíni og öðru kílói af metamfetamíni með flugi til landsins. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hann kom til landsins með flugi frá Spáni til Keflavíkurflugvallar þann 29. janúar síðastliðinn. Í ákæru segir að hann hafi verið með efnin falin í farangrinum, en styrkleiki kókaínsins var 85 prósent og metamfetamínsins 81 prósent. Medina játaði skýlaust sök í málinu. Í dómi kemur fram að hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo kunnugt sé, en af framburði hans fyrir dómi og fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að hann hafi verið eigandi fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Við ákvörðun refsingar var þó ekki hægt að horfa framhjá því að hann hafi flutt til landsins verulegt magn af sterku kókaíni og verulegt magn af sterku metamfetamíni í kristölluðu formi með afar mikla hættueiginleika – efni sem hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. „Þótt ákærði hafi gegnt hlutverki burðardýrs er ljóst að umræddur innflutningur efnanna í sölu-og hagnaðarskyni gat ekki orðið að veruleika án aðkomu hans að brotastarfseminni,“ segir í dómnum. Mat dómari hæfilega refsingu vera tveggja ára og tíu mánaða fangelsi, en til frádráttar kemur sá tími sem maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi. Manninum var jafnframt gert að greiða tæpar 1,7 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hann kom til landsins með flugi frá Spáni til Keflavíkurflugvallar þann 29. janúar síðastliðinn. Í ákæru segir að hann hafi verið með efnin falin í farangrinum, en styrkleiki kókaínsins var 85 prósent og metamfetamínsins 81 prósent. Medina játaði skýlaust sök í málinu. Í dómi kemur fram að hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo kunnugt sé, en af framburði hans fyrir dómi og fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að hann hafi verið eigandi fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Við ákvörðun refsingar var þó ekki hægt að horfa framhjá því að hann hafi flutt til landsins verulegt magn af sterku kókaíni og verulegt magn af sterku metamfetamíni í kristölluðu formi með afar mikla hættueiginleika – efni sem hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. „Þótt ákærði hafi gegnt hlutverki burðardýrs er ljóst að umræddur innflutningur efnanna í sölu-og hagnaðarskyni gat ekki orðið að veruleika án aðkomu hans að brotastarfseminni,“ segir í dómnum. Mat dómari hæfilega refsingu vera tveggja ára og tíu mánaða fangelsi, en til frádráttar kemur sá tími sem maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi. Manninum var jafnframt gert að greiða tæpar 1,7 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira