Fótbolti

Venezia vann Íslendingaslaginn á Ítalíu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bjarki Steinn Bjarkason hefur spilað vel með Venezia á tímabilinu og liðið á fínan möguleika að komast upp í efstu deild.
Bjarki Steinn Bjarkason hefur spilað vel með Venezia á tímabilinu og liðið á fínan möguleika að komast upp í efstu deild. NESImages/DeFodi Images via Getty Images)

Það var alvöru Íslendingaslagur á Ítalíu þegar Venezia vann 2-0 gegn Brescia í Serie B. 

Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru báðir í byrjunarliði heimamanna frá Feneyjum. 

Birkir Bjarnason byrjaði á bekknum hjá Brescia en kom inn á 58. mínútu fyrir Nicolas Galazzi. 

Miðjumaðurinn Tanner Tessmann skoraði bæði mörk Venezia, það fyrra á 20. mínútu og það seinna kom á 90. mínútu. 

Venezia er í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild. Þeir sitja í 3. sæti þegar fimm umferðir eru óspilaðar, þremur stigum á eftir Como í 2. sætinu. 

Efstu tvö sætin fara beint upp. Liðin í 3. og 4. sæti fara beint í undanúrslit umspils og mæta þar tveimur af liðunum í 5.–8. sæti. Sigurvegari umspilsins fer svo upp í efstu deild. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×