Fótbolti

Leicester að fatast flugið í topp­bar­áttunni

Siggeir Ævarsson skrifar
Það er allt á haus hjá Leicester þessa dagana
Það er allt á haus hjá Leicester þessa dagana vísir/Getty

Leicester City ætlar að ganga bölvanlega að tryggja sér sæti í efstu deild að ný en liðið tapaði í kvöld á útivelli gegn Plymouth 0-1.

Þetta var þriðja tap liðsins í síðustu fimm deildarleikjum en eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fátt gengið upp hjá liðinu. Liðið er þó enn í efsta sæti B-deildarinnar með 88 stig, jafnmörg og Ipswich og stigi meiri en Leeds. 

Eina mark leiksins í kvöld kom á 21. mínútu og var þar að verki Mustapha Bundu. Leicester fékk nóg af færum í kvöld sem fóru öll forgörðum. Vænt mörk liðsins samkvæmt xG stuðlinum voru 1,42 en aðeins 0,24 hjá Plymouth, en það telur auðvitað ekkert þegar á hólminn er komið.

Framundan er hörkuspennandi lokasprettur í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir en efstu tvö liðin fara beint upp. Þá gæti Southampton valdið usla í toppbaráttunni en liðið er í 4. sæti með 78 stig og á tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×