Fótbolti

Mikael Neville og Stefán Teitur mætast í bikar­úr­slita­leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mikael Neville Anderson í leik með AGF.
Mikael Neville Anderson í leik með AGF. Vísir/Getty

AGF fór með sigur af hólmi í einvígi sínu gegn Nordsjælland, 4-2 samanlagt. Mikael Neville Anderson og Stefán Teitur Þórðarson munu því mætast í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar. 

Leiknum var frestað um eina og hálfa klukkustund vegna tæknilegra örðugleika á vellinum. 

Það leit svo allt út fyrir að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli en Gift Links skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma og gulltryggði sigur AGF. Mikael Neville spilaði allan leikinn á vinstri væng AGF. 

AGF vann fyrri viðureign liðanna 3-2 á útivelli og einvígið því samanlagt 4-2.

Fyrr í dag unnu Stefán Teitur og félagar í Silkeborg undanúrslitaeinvígi sitt gegn FC Fredericia og munu því leika til úrslita gegn AGF. 


Tengdar fréttir

Töpuðu leiknum en unnu einvígið og eru komnir í úrslit

Silkeborg er komið í úrslit dönsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir samanlagðan 6-3 sigur gegn FC Fredericia. Stefán Teitur Þórðarsson skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og spilaði 65 mínútur í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×