Hálfsjálfvirk rangstöðutækni á næsta tímabili Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. apríl 2024 17:30 Tillagan hlaut einróma samþykki allra félaga ensku úrvalsdeildarinnar. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar samþykktu að taka í notkun nýja tækni, á næsta tímabili, sem mun aðstoða dómara við ákvarðanir um rangstöður. Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum. Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WycjDx6giVE">watch on YouTube</a> Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar. Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun. Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next seasonIt will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience— Premier League (@premierleague) April 11, 2024 Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst. Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum. Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WycjDx6giVE">watch on YouTube</a> Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar. Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun. Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next seasonIt will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience— Premier League (@premierleague) April 11, 2024 Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst. Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira