Hálfsjálfvirk rangstöðutækni á næsta tímabili Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. apríl 2024 17:30 Tillagan hlaut einróma samþykki allra félaga ensku úrvalsdeildarinnar. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar samþykktu að taka í notkun nýja tækni, á næsta tímabili, sem mun aðstoða dómara við ákvarðanir um rangstöður. Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum. Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WycjDx6giVE">watch on YouTube</a> Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar. Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun. Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next seasonIt will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience— Premier League (@premierleague) April 11, 2024 Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst. Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum. Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WycjDx6giVE">watch on YouTube</a> Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar. Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun. Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next seasonIt will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience— Premier League (@premierleague) April 11, 2024 Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst. Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira