Stíflan brast undir lokin og Leverkusen vann

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Victor Boniface lagði upp fyrra markið og skoraði svo sjálfur seinna markið.
Victor Boniface lagði upp fyrra markið og skoraði svo sjálfur seinna markið. ANP via Getty Images

West Ham tók á móti Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og veitti gestunum hörku viðureign, en tapaði að endingu 0-2. Jonas Hoffmann og Victor Boniface tryggðu Leverkusen sigurinn.

Mohamed Kudus fékk frábært færi til að taka forystuna á 10. mínútu en aumt skot hans endaði hjá markverðinum.

Eftir um tuttugu mínútna leik hitnaði í kolunum. Lucas Pacqueta sparkaði í Amine Adli og uppskar gult spjald, leikmenn beggja liða hópuðust að slysstaðnum og ýttu hvor í annan. Paqcueta verður í banni í næsta leik vegna uppsafnaðra spjalda en hann var stálheppinn að vera ekki rekinn af velli í þessum leik eftir harða tæklingu á Florian Wirtz á 24. mínútu.

Leverkusen var langtum hættulegra liðið en tókst ekki að setja boltann í netið í fyrri hálfleik, þrátt fyrir mörg tækifæri.

Það var þó aðeins tímaspursmál hvenær Leverkusen myndi skora, en þeir þurftu drjúgan tíma til þess. 

Varamaðurinn Jonas Hoffmann skoraði loks á 83. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Victor Boniface.Boniface kom boltanum svo sjálfur í netið á fyrstu mínútu uppbótartíma eftir fyrirgjöf frá Jonasi Hoffmann.

Þeir tveir sáu til þess að Leverkusen vann 2-0 og liðið er í mjög álitlegri stöðu fyrir næsta leik sem fer fram í Lundúnum næsta fimmtudag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira