Innlent

Júlíus Viggó endur­kjörinn for­maður Heim­dallar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Júlíus Viggó verður áfram formaður Heimdallar.
Júlíus Viggó verður áfram formaður Heimdallar.

Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í Valhöll. Hvorki bárust mótframboð í embætti formanns eða stjórnar og töldust því allir frambjóðendur sjálfkjörnir.

Júlíus Viggó var fyrst kjörinn formaður Heimdallar í fyrra þegar hann hafði betur gegn Páli Orra Pálssyni. Júlíus tók þá við embætti af Gunn­ari Smára Þor­steins­syni, lögfræðingi.

Júlíus hefur einnig verið virkur innan Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, sem náði nýlega naumum meirihluta í Stúdentaráði. Júlíus er í fyrsta sæti Vöku á félagsvísindasviði og er nokkur skörun á stjórn Heimdallar og fulltrúalista Vöku.

Ný stjórn Heimdallar fyrir starfsárið 2024-2025 er eftirfarandi:

  • Formaður, Júlíus Viggó Ólafsson, hagfræðinemi
  • Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi
  • Oddur Stefánsson, viðskiptafræðingur
  • Arent Orri J. Claessen, laganemi
  • Daníel Hjörvar Guðmundsson, laganemi
  • Kristín Alda Jörgensdóttir, íþróttakona
  • Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi
  • Erling Edwald, framhaldsskólanemi
  • Pétur Melax, hagfræðingur
  • Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, laganemi
  • Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi
  • Brynhildur Glúmsdóttir, framhaldsskólanemi
  • Stephanie Sara Drífudóttir, laganemi
  • Oliver Einar Norquist, framhaldsskólanemi
  • Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, íþróttakona
  • Magnús Daði Eyjólfsson, viðskiptafræðingur
  • Alda María Þórðardóttir, hagfræðinemi
  • Geir Zoëga, viðskiptafræðingur

Tengdar fréttir

Leggja til sameiningu Reykjavíkur og Malmö

Heimdellingar leggja til að Reykjavík verði færð undir Malmö í sameinuðu sveitarfélagi Malmövíkur. Þannig megi bæta fjárhag borgarinnar.

Júlíus Viggó vill leiða Heimdall

Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér í formannsæti Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Magnús Benediktsson er varaformannsefni framboðslistans en kosið verður í Valhöll á þriðjudaginn kemur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×