Innlent

Júlíus Viggó hafði betur í formannskosningu Heimdallar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Júlíus Viggó Ólafsson býður sig fram til formanns Heimdallar.
Júlíus Viggó Ólafsson býður sig fram til formanns Heimdallar. Aðsend

Júlíus Viggó Ólafsson er nýr formaður Heimdallar, fé­lags ungra Sjálf­stæðismanna í Reykja­vík. Hann hafði betur gegn Páli Orra Pálssyni, með 53 prósentum greiddra atkvæða gegn 47. 

Framboð Júlíusar Viggós fékk 511 atkvæði eða 53 prósent af gildum atkvæðum. Framboð Páls Orra og meðframbjóðenda fékk 453 atkvæði eða 47 prósentum af gildum atkvæðum. 3 seðlar voru ógildir. Alls greiddu 967 manns atkvæði í kosningunum.

Jafnframt var kosið í stjórn Heimdallar sem verður, ásamt Júlíusi Viggó, skipuð eftirfarandi einstaklingum:

Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR

Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ

Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR

Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ

Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands

Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ

Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ

Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar

Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ

Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR

Pétur Melax, hagfræðingur

Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri

Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ

Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR

Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR

Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×