Fótbolti

Svein­dís Jane ó­brotin og fór ekki úr axlar­lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane í leiknum gegn Þýskalandi.
Sveindís Jane í leiknum gegn Þýskalandi. Christof Koepsel/Getty Images

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór hvorki úr axlarlið né axlarbrotnaði í leiknum gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 sem fram fór ytra í gær. Búist var við hinu versta eftir að Sveindís Jane yfirgaf völlinn vegna meiðsla á öxl í fyrri hálfleik.

Það er Mbl.is sem greinir frá því að Sveinís Jane sé óbrotin og hafi ekki farið úr lið. Þar kemur jafnframt fram að landsliðskonan þurfi þó að fara í frekari myndatökur og ekki sé vitað hvenær hún muni snúa aftur.

Sveindís Jane meiddist eftir að Kathrin Hendrich, samherji hennar hjá Wolfsburg, reif hana niður. Fékk Hendrick gult spjald fyrir brotið.

Staðan í leiknum var 1-1 þegar Sveindís Jane meiddist en Þýskaland skoraði tvívegis fyrir lok fyrri hálfleiks og 3-1 sigur.

Ísland er með þrjú stig að loknum tveimur leikjum í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Sviss á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×